13.2.2009 | 22:26
Geiri glópal og hauspokinn.
Skoðunarkönnun dagsins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sækir á er með ólíkindum. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn leiði næstu ríkisstjórn. Er nokkuð hægt að fjasast út í það ef fólk vill hafa það þannig. Samt nokkuð merkilegt sökum þess að Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrst og síðast ábyrgð á stjórn landsins síðastliðin 18 ár. Síðan getur maður ekki einu sinni flutt frá landinu sökum óseljanlegra eigna. Því er maður fangi Sjálfstæðisflokksins,"untill death do us apart" Þetta hljómar ekki vel.
Erlendis opnar enginn seðlaveskið fyrir okkur fyrr en Oddsson er kominn úr Seðlabankanum. Við erum álitin bananalýðveldi því enginn hefur sagt af sér og Haarde brosir á BBC og segist ekki vera neitt sorry. Meðan þetta hrjáir okkur þá snyrta þeir hjá sér neglurnar í efnahagsbrotadeildinni því það er ekkert hjá þeim að gera, Baugsmálið búið svo fátt er að fást við. Krónan er föst og einskis virði. Skuldasúpa Sjálfstæðisflokksins dugar okkur í 1-200 ár. Flest öll fyrirtæki landsins gjaldþrota. Atvinnuleysi eykst með hraða ljóssins. Þingmenn fara með gamanmál úr ræðustól alþingis og Sjálfstæðismenn gera allt sem í þeirra valdi er til að trufla störf minnihlutastjórnar Jóhönnu. Svo ætlar fólk að kjósa þá aftur. Er ég eitthvað bilaður, hef ég misskilið eitthvað. Af hverju er ég með aulahroll. Á ég bara ekki að sætta mig við þetta, ég hlýt að vera minnihlutahópur. Það er samt að þvælast fyrir mér hvers vegna mér finnst ég samt þurfa hauspoka ef ég fer erlendis.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég fæ þann sama hroll og þú lýsir. Komist þeir aftur til valda þá endar almenningur sem "efnahagslegir flóttamenn" því flokkurinn og fyrirtæki hans hirða allt af okkur og þá hefst flóttinn.
Arinbjörn Kúld, 13.2.2009 kl. 23:12
Þú ert eins og ég í þeim stóra meirihluta sem er að slikja það betur og betur með hverjum deginum að við búum hér í helsjúku þjóðfélagi. Ef þetta væri manneskja er ég viss um að hún lægi á gjörgæsludeild með allar græjur hússins tengdar við sig. Sérfræðingahópur væri í óðaönn að leita meins og finndu stöðugt fleiri og fleiri.
En þetta er þjóðfélag og því er stjórnað af minnihlutaríkisstjórn sem reynir hvað hún getur. Hópurinn sem skaðanum olli heldur greinilega að hægt verið að halda leiknum áfram. ÞAÐ ER BARA EKKI RÉTT - ÞAÐ ER EKKI HÆGT.
Kosningarnar í vor verða mjög einkennilegar og það fer eftir því hvað Jóhönnu tekst að gera mikið, hvernig þær fara. Ég hef mikla trú á henni. Hún er mikill vinnuþjarkur og það verða allir að VINNA MIKIÐ í hennar stjórn.
Skoðanakönnunin núna er ekki marktæk, það voru margir óákveðnir og svo er Íhaldið að fá eitthvert "samúðarfylgi" sem ég skil reyndar ekki.
Ég tel afar mikilvægt fyrir framtíð landsins að grunnur þjóðfélagsins sé endurskoðaður frá A til Ö
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 23:25
Hólmfríður Bjarnadóttir, það er sjálfsagt mál að athuga hvað betur má fara í stjórnarskránni. Drepum samt ekki umræðunni á dreif eins og Framsóknarflokkurinn er að reyna að gera. Það er ekki stjórnarskránni að kenna að við fórum á hausinn.
Við þurfum hæft og óspillt fólk til að stjórna.
Sigurður Þórðarson, 15.2.2009 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.