"kannski ég hefði átt að gera það"

Þetta er Geir Haarde uppmálaður og öll stjórnkænska hans. Mikill skortur á framtakssemi. Sjálfsagt mun vera hægt að færa rök fyrir því að athafnaleysi hans hafi gert kreppuna á Íslandi verri. Að bregðast ekki við augljósri hættu eða neyð er refsivert athæfi. Við göngum bara ekki framhjá slysstað án þess að reyna að hjálpa. Síðan stjórnar þessi maður stjórnarandstöðu sem stundar málþóf og upphlaup sem tefur önnur mikilvæg störf á Alþingi. Verkstjóri í unglingavinnunni myndi sjálfsagt fórna höndum og óska þess að hann væri kominn einhvurt annað. Ég held að það ætti að setja þingmenn á uppmælingu eða akkorð svo hlutirnir komist í verk. Þeim er greinilega ekki treystandi á tímakaupi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Setjum þá bara í frí - langt frí og fáum nýtt fólk á þing!

Arinbjörn Kúld, 13.2.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband