Erum við gjaldþrota eða ekki??

Uppgjör banka og fyrirtækja koma fram þessa dagana. Eignir eru yfirleitt lítill hluti af skuldum, það virðist vera meginreglan. Skuldir Íslendinga samkvæmt heimasíðu Seðlabankans eru ríflega 11 þúsund milljarðar. Samkvæmt fyrrnefndri reglu verða eignirnar eingöngu lítill hluti af öllum skuldunum. Einnig er vert að hafa í huga að megnið að skuldum okkar eru í erlendri mynt. Eignir bankanna okkar eru að miklu leiti veð í fasteignum á Íslandi. Jafnvel þó bankinn fái gott verð fyrir húsið mitt þá hjálpar það honum mjög lítið því hann fær það greitt í íslenskum krónum sem duga ekki til greiðslu á erlendu lánunum. Það var haft á orði um daginn að ill mögulegt væri fyrir íslenska þjóð að greiða 3 til 4 þúsund milljarða skuld. Af því leiðir að lífsins ómögulegt er fyrir okkur að greiða niður 11 þúsund milljarða. Því miður er sú tala fenginn í byrjun desember og með fallandi krónur hækkar sú tala stöðugt. Ef þetta er rétt hjá mér, þá er Ísland gjaldþrota. Hvernig væri að einhver ábyrgur aðili innan stjórnsýslunnar tæki af skarið og segði okkur hvað er rétt í þessu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vil endilega benda þér á bloggfærslu frá Vilhjálmi Þorsteinssyni um þessi mál, en hún er hér  Hann telur að miklar sögur gangi nú um á netinu og í Þjóðfélaginu um skuldastöðuna sem séu stórlega ýktar. Skoðaðu þetta endilega.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Úff! maður er alveg hættur að botna neitt í þessu. Las blogg í dag þar sem höfundur segir að skuldirnar verði ekki "nema" 50-90% af landsframleiðslu í lok þessa árs! Maður veit ekki sitt rjúkandi ráð lengur. Forvitnilegt samt að fá að vita af hverju engin segir neitt. Kannski vegna þess að það veit það engin?

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Gjaldþrota skildi maður ætla. Getum ekki einu sinni borgað vexti. Á meðan hægt er að rúlla þessu eins og gert er núna og eignirnar lenda ekki á brunaútsölu, þá erum við tæknilega gjaldþrota, gjaldþrota á pappírnum.  Mao hefði sagt að gjaldþrotið væri pappírstígrisdýr. Hvað Baug varðar þá voru margir lánardrottnar hans áreiðanlega búnir að afskrifa skuldir hans fyrir löngu. Ef það er nokkur huggun. 

Sigurbjörn Sveinsson, 5.2.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eru skuldirnar okkar ekki 12 faldar þjóðartekjur?  Einhversstaðar las ég það, auðvitað erum við þá tæknilega gjaldþrota. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband