Frysting eigna hefur verið framkvæmd áður á Íslandi-á grunni gunsemda um afbrot á lögum.

Þvílík forréttindi að fá að upplifa þessa tíma sem við erum að upplifa. Þá er ég að meina hina miklu breytingu sem átt hefur sér stað í hugsun. Stór hluti þjóðarinnar er farin að beita gagnrýnni hugsun við úrlausn vandamála. Í því felst byltingin á Íslandi. Afleiðingin af gagnrýnni hugsun þjóðarinnar hafa verið skelfilegar fyrir flokksræðið. Ríkisstjórnin er fallin og hreinsað hefur verið í Fjármálaeftirlitinu. Jóhanna segir að bráðum komi röðin að Davíð og Seðlabankanum. Völd Jóhönnu í þessu máli eru komin frá þjóð sem mótmælti og mótmælti vegna þess að þjóðin hugsaði. Reyndar, til að gæta alls sannmælis, þá varð þjóðin neydd til þess að hugsa vegna kreppunnar. Það getum við þakkað Davíð og Co. Hitt er öllu verra að fórnarkostnaðurinn til að fá þjóðina að hugsa er fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrot og miklar mannlegar hörmungar. En hér stöndum við í dag.

Fréttatímar eru að verða æsispennandi. Hvaða hneykslismál fáum við að vita um í dag? Það sem er óhugganalegast er að fréttamennirnir toppa sig daglega. Ef fram vindur sem horfir þá mun svarta bókin hans Davíðs, þar sem hann hefur skráð helstu þætti í lífshlaupi félaganna sem þola illa dagsljósið, verða eins og hver annar upplestur í sunnudagaskóla Þjóðkirkjunnar.

Vinkill dagsins á örugglega bloggfærsla Helga Jóhanns Haukssonar. Segið svo ekki að bloggið sé bara slúður og fúkyrði. Þar bendir Helgi á að hælisleitendur sem kyrrsettir voru í Njarðvíkum, meðan mál þeirra voru rannsökuð um landvistarleyfi, voru rannsakaðir vegna meintra grunsemda að þeir hefðu aflað sér peninga með ólögmætri vinnu. Viðbrögð yfirvalda voru að leggja hald á alla fjármuni þeirra á heimulum þeirra. Það var gert á grundvelli grunsemda um að þau hefðu hugsanlega, ef til vil, sennilega, að öllum líkindum, brotið íslensk lög. Eigur þeirra voru kyrrsettar af lögreglu á þeirri einu forsendu að grunur var um afbrot. Ekkert sannað fyrr en eftir á.

Ef hægt er að gera þetta mínum minnstu bræðrum þá krefst ég þess að það sama gildi um hina meintu stórglæpamenn í röðum okkar hinna- og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað á að kyrrsetja eignir þeirra útrásarbaróna og handtaka þá og færa til yfirheyrslu, fara yfir öll þeirra mál undanfarin 10 ár.  Við þurfum ábyggilega erlenda sérfræðinga í svona yfirgripsmilkum og flóknum málum, bara til þess að fá betri yfirsýn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega og hana nú.

Arinbjörn Kúld, 29.1.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Greyin gráta í dag, þegar stund réttlætis er um það bil að hefjast.  En mikið er ég sammála þér Gunnar að við Íslendingar höfum verið sofandi undanfarin ár.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.1.2009 kl. 15:40

4 Smámynd: Halla Rut

Höfuð okkar eru tengd, algjörlega. Þetta hef ég einmitt verið að hugleiða undanfarið. Þvílík upplifum og þvílík breyting á þankarargangi þjóðarinnar og upplifun hennar fyrir lífinu og því sem skiptir máli. Þetta er algjört uppkjör á allan hátt. Vitanlega er fórnarkostnaðurinn mikill fyrir margar persónur en fyrir heildina þá held ég að við verðum betri. Við munum uppskera betra samfélag og skilja eftir okkur betra land. VONANDI. 

Þetta dæmi með ræfils flóttamennina er auðvitað algjört gull og sýnir manni svo vel hvernig margur er ræður finnst í lagi að hrófla við einum en ekki öðrum. Sumir eru meiri en aðrir sem og líf og tilvera fárra er hærri en fjöldans.

ps: Og áður en "mamman" hún Helga og "pabbinn" hann Gunnar fara að hafa áhyggjur af því að ég sé að skrifa þetta um miðja nótt þá er ég, mér til afsökunar, að panta stóra sendingu frá vesturströnd USA (the grates nation of all ) og hef því þurft að vaka nokkrar nætur í röð enda átta tíma munur.

Halla Rut , 30.1.2009 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband