Valdasýki þingmanna.

Ég er að hlusta á Kastljósið. Ömurleiki flokkræðisins er æpandi. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki sætt sig við að Samfylkingin fengi Forsætisráðuneytið. Niðurstaðan er stjórnarslit og kosningar. Sökum mikilmennsku Sjálfstæðisflokksins þá vill hann frekar upplausn og óvissu en stöðugleika. Flokkurinn sem seldi sig sem málsvara stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn velur frekar upplausn en að vera ábyrgur aðili að Ríkisstjórn. Völd Davíðs Oddsonar eru með ólíkindum. Honum tekst með þrásetu sinni í Seðlabankanum að bola Sjálfstæðismönnum frá völdum. Margir Sjálfstæðismenn sem ég þekki hafa verið furðu lostnir hvers vegna maður sem er kominn á mjög góð eftirlaun segi ekki af sér og geri þannig gömlum félaga lífið léttara. Ég heyrði einn segja í dag,"hvernig getur hann gert þetta félaga sínum Geir". Manni er nú spurn líka.

Það var mjög merkilegt að hlusta á Samfylkingarmenn koma út úr skápnum í dag. Þeir höfðu haft ýmsar tillögur í Ríkisstjórninni. Geir tafði fyrir með málalengingum. Allt til að verja Davíð kallinn. Tilfinningin að valdhafar séu staddir í allt annarri tilveru en almenningur verður æ sterkari. Að valdhafar búi í  glerhúsi öðlast merkingu.

Að það skipti einhverju máli í dag að Sjálfstæðismenn gefi frá sér Forsætisráðuneytið er þvílík firra að leitun er að öðru eins. Sjálfstæðismenn komu okkur í þessi vandræði með frjálshyggjunni. Ef þeim er einhver alvara með slagorðinu "stöðugleiki" þá hefðu þeir að sjálfsögðu átt að samþykkja Samfylkinguna í Forsætisráðuneytið. Við það hefði skapast stöðugleiki. Sýn Sjálfstæðismanna á stjórn landsins eru eftirfarandi; að þeir stjórni, að þeir gæti hagsmuna ættanna í flokknum, því Sjálfstæðisflokkurinn er bara regnhlífasamtök valdasjúkra ætta, Davíð sé óskaddaður o.sv.fr. Að þjóðin sé einhver staðar með í spilum þeirra er misskilningur.

Stefna Sjálfstæðisflokksins er að mörgu leiti ágæt. Það sama gildir um aðra flokka. Aftur á móti eru fulltrúar þeirra einstaklingar sem eru að hugsa um völd og sérhagsmuni. Þingmenn eru í sýndarveruleika sem hjákátlegir embættismenn hefða og venja. Allir með hálsbindi í þingsal. Á einhverjum tímapunkti glötuðust tengsl við umbjóðendur sína. Þeir gleymdu því að þeim var falið af meirihlutanum að sinna þörfum hans. Ekki þeirra, þ.e. minnihlutanum.

Því er bráðnauðsynlegt að stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Skuldirnar munum við borga hvort eð er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég kalla þessa nærsýni að búa í gluggalausri veröld Þar sem þú gerir þaulsetu Davíðs að umræðuefni datt mér allt í einu yfirmaður Hómers og aðstoðarmaður hans. Man ekki hvað fyrirbærið heitir en hann stjórnast ekki að neinu öðru en siðspilltri græðgi! Kannski varð að þess vegna sem ég sá hann og aðstoðarmanninn hans fyrir mér þegar mér var hugsað til Davíðs og Hannesar (gæluverkefni flokksins eða ofverndaðir vegna útrýmingahættu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ætli það gildi ekki það sama um sjálfstæðisflokkin og samfylkinguna að hvorugur flokkana notar stefnu sína.

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband