Íslensk veðrátta á Alþingi, eða árátta...

Loksins eru stjórnmálin farin að líkjast íslensku veðri. Þrátt fyrir það er hægagangurinn augljós. Ég tel að vanhæf stjórnsýsla og Ríkisstjórn hafi afhjúpað sig á liðnum mánuðum. Reyndar er stjórnsýslunni vorkunn því ef valdhafar hefðu unnið vinnuna sína þá hefði stjórnsýslan virkað betur. En við núverandi aðstæður hefur getuleysi stjórnvalda orðið okkur almennum borgurum óþyrmilega augljós. Í mörgum starfsgreinum geta menn stytt verktíma framkvæmda um 80% þegar mikið liggur við. Slík viðbrögð í ætt við bráðavaktina virðist ekki vera til innan stjórnsýslunnar. Stjórnsýslan og valdhafar virðast vinna á svipuðum hraða og fornleifafræðingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband