22.1.2009 | 20:55
Lögreglumenn...
..og makar þeirra og börn-við segjum takk fyrir vel unnin störf.
Hvernig ætli það sé að einbeita sér í vinnunni í 100+ decibela hávaða allann tímann, einhver að banka í hausinn á manni með sleif, slettir á mann landbúnaðarafurðum, bæði hráum úr iðrum mótmælenda eða fullunnum úr ísskápnum hennar mömmu. Þegar það dugar ekki til eru opinberir starfsmenn grýttir með grjóti og gangstéttarhellum svo þeir stórslasast. Ætla sömu einstaklingar að hrækja og berja aðra opinbera starfsmenn sem eru þeim ekki að skapi, kennara, lækna, presta eða tollverði.
Að lögreglumenn hafi ekki alltaf gert allt rétt að mati ótilkvaddra dómara er vel hugsanlegt. Ég segi nú bara, er einhver hissa miðað við vinnuæðstæður. Hvernig ætli skurðlækni gengi að snara úr manni gallblöðrinni niðrá Austurvelli, sennilega dræpist sjúklingurinn.
Ég hef mótmælt í allt haust-mjög friðsamlega. Ef einhverjir fimmtíu ofbeldisfullir einstaklingar ætla að beita sínu fátæklega tjáningaformi, ofbeldi, þá bið ég þá allra bæna að halda sig heima framvegis. Við hin viljum fá að mótmæla áfram, friðsamlega.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Það er óþolandi þegar örfáir skemma - eða reyna að skemma - fyrir mörgum. Skv. fréttum Sjónvarpsins í kvöld, haft eftir lögreglunni, voru flestir óeirðaseggjannna í hópi svokallaðra góðkunningja lögreglunnar. Ég geri ráð fyrir að með hafi slæðst nokkrir á 19. glasi eftir miðvikufylleríið. Svo er rétt hugsanlegt að einhverjir andstæðingar mótmæla hafi viljandi reynt að koma óorði á mótmælendur.
Björgvin R. Leifsson, 22.1.2009 kl. 21:08
Sæll Björgvin, allt er mögulegt í stöðunni.
Eitt sem ég gleymdi að minnast á. Þeir sem eru að draga athygli að heimilum og fjölskyldum lögreglumanna ættu að skammast sín og hætta öllu slíku snarlega. Ég tel vel koma til greina að ávíta slíka einstaklinga fyrir að slá fyrir neðan beltisstað-skömm.
Gunnar Skúli Ármannsson, 22.1.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.