Umboðslausir valdhafar-gefist upp.

Hvað er í gangi þjóðfélagi okkar? Margir reyna eftir bestu getu að taka púlsinn. Ekkert einhlýtt svar er til. Það eru mjög margar tilfinningar sem bærast með þjóðinni. Hvort komið sé að úrslitastund er ekki augljóst en ég tel þó að hún nálgist óðfluga. Þegar gamall stjórnmálaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn tekur u beygju í ESB málinu virðist manni eins og fjölmiðlamenn rembist við að vekja áhuga almennings á málinu. Samt er áhuginn takmarkaður. Verra er með Landsfund Sjálfstæðismanna. Þar eru menn nú þegar byrjaðir að skrifa í blöð hvað sá ágæti fundur komi okkur yfirleitt við, og fundurinn er ekki einu sinni hafinn.

Traust á valdhöfum landsins er búið. Okkar kjörnu fulltrúar hafa rofið sáttmálann sem gerður var í síðustu kosningum. Við treystum þeim fyrir vörnum lands og þjóðar. Þeir brugðust. Þeir kannast ekki við ábyrgð sína og ætla að halda áfram að þumbast. Í raun er eina spurningin sem eftir er, hvenær ætla núverandi valdhafar að víkja? Þjóðin bíður og vonar að þeir leggi frá sér völdin. Það sem gæti hugsanlega valdið óróa og látum í þjóðfélaginu er ef stjórnvöld skynja ekki vitjunartíma sinn og reyni að hanga á útrunnu umboði. Að mótmælum landsmanna linni er óskhyggja sem mun ekki rætast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband