26.12.2008 | 21:57
Flokkur allra landsmanna-eða hvað?
"Forsætisráðherra segir marga þeirra sem sækja þjónustu í heilbrigðiskerfinu við góða heilsu í grunninn, og geti staðið undir gjaldtökunni".
Hugmyndir eru um að allir þeir sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús greiði 4000 kr. Ástæða þess að viðkomandi "velur" að koma á sjúkrahús er langoftast sú að hann á engra annarra kosta völ. Viðkomandi getur illa hagrætt og sleppt því að mæta. Það má vel vera að viðkomandi hafi verið nokkuð hraustur í "grunninn", aftur á móti þegar heilsubrestur verður hjálpar það ekki nema Geir til að rukka gjaldið sitt.
Að rökstyðja þessa gjaldtöku á þeirri forsendu að einhverjir hraustir einstaklingar leiti sér læknishjálpar er fáránlegt. Í fyrsta lagi eru þeir í algjörum minnihluta og hitt að hvers eiga hinir sjúku að gjalda.
Auðmenn sleppa aftur og aftur hjá honum Geira kallinum, en ekki þeir sem veikastir eru fyrir. Hver er það sem gefur Geira ráð, eða hafa auðmennirnir keypt hann líka. Hver veit, hann er kannski líka veðsettur.
Standa undir gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Ég hef aldrei almennilega getað skilið þá hugmynd ráðamanna að fólk sæki sér heilsugæstu eða lækninga vegna þess að því þyki það svo gaman. Mér þykir t.d. skemmtilegra að sitja á stól og horfa út um gluggan en að láta lækna mig nema þá að ég sé með sjúkdóm sem veldur mér annaðhvort, verkjum, sviða eða kláða nema allt sé. Þá drattast ég af stað og læt lækna mig.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:41
Að fara til læknis og leggjast á sjúkrahús er hápunktur tilverunnar. Láta pota í sig og inn í sig, vera spurður nærgöngula spurninga og þurfa að segja bless við allt sem heitir einkalíf.
Geir ætti að prófa þetta einhvertímann
Anna (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 01:38
Mér segir svo hugur að andlegt álag komi oft niður á heilsu manna. Aðför ríkisstjórnarinnar að atvinnu-, eigna- og fjárhagsstöðu landsmanna á eftir að koma hart niður á mörgum. Einkum þeim sem hafa úr minnstu að spila. Þ.e. m.a. þeim sem missa vinnuna og geta þess vegna ekki staðið í skilum.
Atvinnuleysið hefur orðið til þess að ríkissjóður hefur orðið fyrir miklu tekjufalli og mikilli útgjaldaaukningu vegna atvinnuleysisbóta samkvæmt því sem Geir segir í þessari frétt. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvort maðurinn er í engum tengslum við raunveruleikann og hvort hann hafi engan skiling á orsök og afleiðingu.
Nema að hann skilji þetta allt saman svo fullkomlega að það sem vakir fyrir honum er það að hann ætli sér að tryggja það að atvinnuleysisbæturnar skili sér að einhverju leyti aftur inn í ríkisreksturinn með þessari gjaldtöku
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.12.2008 kl. 03:09
Rakel Geir er skítsama um þann raunveruleika sem blasir við fólkinu í landinu. Hans markmið er að hafa nóg að éta sjálfur og að hygla að góðvinum og venslafólki. Myndi ekki treysta honum til þess að passa köttinn minn ef ég ætti einhvern.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.