Fiskur í dagblaði.

Reynir Traustason ætlar ekki að segja af sér eftir afhjúpunina í gærkveldi. Í upptökunni kom fram mikill ótti hjá Reyni ef frétt blaðamannsins yrði birt. Maður sá fyrir sér Síkakó gæja með fiðlukassana, handan við hornið, að minnsta kosti í huga Reynis. Það virðist sem Reynir hefði mátt búast við að lenda á hafsbotni steyptur í bala og sennilega götóttur sem sigti. Spurningin er hvort þessi inngreypti ótti Reynis við að fá fisk sendan til sín, innvafinn í dagblað, geri hann einmitt svo hæfan til að halda áfram sem ritstjóri að mati stjórnar Dagblaðsins.

Fish wrapped in newspaper with metal plate on worn red table, © Goodshoot/Corbis, RF, Dish, Fish, Food, Nobody, Plate, Seafood

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sú var tíðin að fiskur var afgreiddur í dagblaði í sparnaðarskyni. Ætli sá tími komi aftur?

Sigurður Þórðarson, 16.12.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eru dagblöð nothæf til annars nú á tímum?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mafíósar sendu þeim sem þeir höfðu dæmt til dauða fisk í dagblaði.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.12.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband