Persson löðrungar okkur enn.

Á Eyjunni í dag er sagt frá viðtali sem Morgunblaðið hefur við Göran Persson. Við fyrstu sýn virðist hann vera að mæra núverandi Seðlabankastjóra. Sjálfsagt er hann að gauka að honum hlýjum orðum eftir öll hanastélin sem þeir hafa stundað saman í henni Evrópu sinni. Sænskur húmor er oft nokkuð langsóttur, jafnvel torskilinn. Á köflum getur hann verið sársaukafullur. Það sem einkennir Svía fram yfir ýmsa aðra er að segja mönnum aldrei til um grundvallaratriði, þ.e. þegar vitað er að hlustandinn ætti að hafa fulla þekkingu á þeim. Aftur á móti þegar Svíi fer að segja manni til um það sem maður átti að hafa lært í barnaskóla er hann að hæða mann, þannig er það bara. Sem Íslendingar verðum við bara að kyngja þessu, því við klikkuðum á þessu og sér í lagi þeir sem við réðum til að forða okkur frá vitleysunni.

"Persson leggur áherslu á gildi heilbrigðrar skynsemi þegar efnahagsmál eru annars vegar. „Ef menn bara gæta þess að sjá til að tekjurnar séu hærri en útgjöldin standa þeir sig ágætlega.“

Vonandi klikkum við ekki í framtíðinni, ef hún finnst þá einhversstaðar.

 

http://frances-buckroyd.com/blog/wp-content/uploads/2007/01/dodger-and-fagin1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 „Ef menn bara gæta þess að sjá til að tekjurnar séu hærri en útgjöldin standa þeir sig ágætlega.“

Þetta vissi amma mín og aldrei fór hún í skóla. Meiri spekin kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.12.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband