5.12.2008 | 17:49
Korktappamynt.
Hvað er það sem hoppar og skoppar með mannabein í maganum, þannig hljómar gamla gátan sem við þekkjum öll. Í dag erum við með korktappamynt sem hendist út og suður eftir því hvernig vindarnir blása. Reistir hafa verið skjólveggir um krónuna okkar fyrir mörg hundruð milljarða. Þær raddir verða stöðugt háværari að við tökum upp dollara eða evrur í stað krónunnar okkar, og það einhliða. Í Viðskiptablaðinu er góð samantekt á því. Auk þess er birt bréf eftir fyrrverandi yfirmann í framkvæmdastjórn ESB hjá Jóni bloggvini mínum. Í þessum greinaskrifum kemur fram að við getum farið þessa leið. Það er ekkert sem bannar það. Það yrði til mikilla hagsbóta fyrir allan almenning. Fyrirtæki landsins gætu farið að skipuleggja starfsemi sína í stað þess að elta korktappakrónuna okkar. Vandamálið er að Seðlabankinn okkar missti völd og það vill ekki Davíð og þess vegna vill Geir það ekki heldur. Solla vill bara fara inn í ESB. Ef við tökum upp evru einhliða þá þurfum við alls ekkert að fara inn í ESB. Þess vegna vill Solla ekki fara þessa leið. Ég vil það því ég vil búa á þessu landi en ekki vera neyddur til að flytja þegar verðtryggingin hefur gert mig gjaldþrota.
Krónan styrktist um 11,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Athugasemdir
Að taka einhliða upp evru er auðvitað hægt. Evran gerir hinsvegar ekkert nema ilt verra fyrir hagkerfið nema með fullum stuðningi seðlabankans í evrulandi. Þessi samantekt sem þú vísar í er ekki unnin af meir fagmennsku en svo að þar er sleppt að greina frá lykilatriðinu sem er að ef ekki nást samningar við ESB eftirá sitjum við uppi með evrur og engan seðlabanka og því aftur á byrjunarreit
Guðmundur Jónsson, 5.12.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.