25.11.2008 | 01:25
Hvar er þjóðin MÍN ?
Ingibjörg Sólrún sagði að við værum ekki þjóðin. Það kom Geir á óvart að við mættum. Ég skil vel undrun þeirra. Það hlýtur að vera mjög sérstakt sjá ekki þjóð sína sem átti ekki að mæta, en mæta samt og segjast vera þjóðin þeirra. Ég vorkenndi Geir og Sollu svo mikið að ég fann mig næstum því meðvirkan eins og aðstandanda alka.
Fundurinn í kvöld var mjög merkilegur. Í fyrsta lagi mætti helstu leikendur ríkisstjórnarinnar. Fundurinn var mjög fjölmennur og margir þurftu frá að hverfa. Valdhafar fengu mjög beittar spurningar og ábendingar. Honum var sjónvarpað beint. Þegar pólitík er meðhöndluð eins og landsleikur í fótbolta þá er pólitíkin farin að skipta máli. Samt sem áður reyndu Geir og Solla að gjaldfella fundinn sem einhverskonar minni háttar fyrirbæri. Aðallega til trafala, við erum að þvælast fyrir vinnandi fólki. Örlög okkar Borgara er ömurlegt, það er litið á okkur sem sjálfsala.
Það sem er þó alvaran í málinu er lygin. Rökstuðningur fyrir henni er að vandamálin séu svo flókin, og það séu margar hliðar á málinu. Því er ekki vel menntaðri þjóð treystandi fyrir sannleikanaum. Það kom greinilega fram á fundinum að ríkisstjórnin ætlar ekki að segja sannleikan, því sannleikurinn er of þungbær fyrir þessa þjóð sem ekki mætti, en mætti þó-við vorum í beinni ekki gleyma því.
Það vita allir að ástandið er miklu verra en af er látið. Það má bara ekki segja það. Ástæðan er sú að valdhafar binda vonir við að fólk þreytist á mótmælum. Valdhafar eru að hagræða fyrir sig en ekki okkur. Þjóðin vill sannleikan til að geta brugðist við. Sennilega munum við flytja úr landi í stórum hópum. Afgangurinn verður sennilega þjóð sem lætur betur að stjórn en "þessi þjóð".
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir hver orð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.