21.11.2008 | 20:26
Animal farm.
Það eru merkilegir tímar núna. Þeir eru meira að segja nokkuð sérstakir. Það er komin gjá á milli okkar, þ.e. hins almenna borgara, og valdhafa þessa lands. Það er augljóst að sumir Íslendingar eru jafnari en aðrir. Það er algjörlega óásættanlegt. Hitt er merkilegt að menn skammast sín ekki lengur fyrir að skara eld að sinni köku, þeim er nokk sama hvað okkur finnst.
Við reynum að nýta okkur lýðræðisleg réttindi okkar og mótmælum. Fjölmiðlar reyna af veikum mætti að veita aðhald. Það væri sök sér að valdhafar væru svolítið tregir til að hlusta á okkur. Þá væri ef til vill von til að koma vitinu fyrir þá. Í stað þess sýna valdhafar af sér einbeittan brotavilja. Það eru ráðnir sérfræðingar til að koma vísvitandi í veg fyrir eðlileg tengsl okkar við valdhafa. Vísvitandi komið í veg fyrir að blaðamenn tali við vissa embættismenn. Blaðamannafundir haldnir á vissan hátt, á vissum tímum til að valdhafar komi sem best frá þessu klúðri. Hver smjörklípan á fætur annarri.
Þetta er mjög sorglegt. Valdhafar haga sér eins og þeir séu í kosningabaráttu. Það er eins og valdhafar hafi engan skilning á því að þeir eru í vinnu hjá okkur. Núna er mikil nauðsyn á því að við beitum borgaralegum réttindum okkar til að koma valdhöfum þessa lands í skilning um það.
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Formúla 1, Trúmál og siðferði, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Líkingin við Animal Farm á fullan rétt á sér, allir á Austurvöll á morgun, burt með spillingarsvínin...spurning hvort að hundarnir mæti gráir fyrir járnum líka
Georg P Sveinbjörnsson, 21.11.2008 kl. 23:46
Sæll Georg,
vonandi þurfa hundarnir ekki að gelta á morgun. Við verðum að minnast þess að hundarnir eru í raun í okkar liði. Kröftug borgaraleg mótmæli og við sigrum að lokum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 22.11.2008 kl. 00:11
Lögreglan er vissulega ekki óvininurinn í þessu, hún neyðist til að gera eins og skipað er og yfirvaldið ber vonandi gæfu til að halda sig til hlés eins og undanfarnar helgar...og vonandi að óstýrilátir þvingi hana ekki til aðgerða.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.11.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.