15.11.2008 | 23:09
Verðtrygging-fyrir hvern?
Ég fann þetta á heimasíðu SilfurEgils og fannst þetta svo athyglisvert að ég stal þessu. Vonandi fyrirgefur hann mér stuldinn.
Fundur um verðtryggingu
Sæll, var á fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík í gær um verðtryggð lán og þar kom Gylfi formaður ASÍ sem er í forsvari hóps sem Jóhanna skipaði til að skoða málefni fólks með verðtryggð lán. Þar fór sannarlega fulltrúi alþýðunnar - EÐA EKKI! Hann var alveg harður á því að halda óbreyttri verðtryggingu og í raun bara að lengja í snörunni. Þú átt að geta sótt um að lækka greiðslubyrði um 20% frá og með fyrsta des. ef þú vilt en mismunurinn fer bara á höfuðstólinn og safnar þar vöxtum og verðbótum. Síðan sagði hann (lausleg endursögn) að ef verðtryggingunni væri breytt færi Íbúðarlánasjóður og bankarnir á hausinn nokkrum vikum síðar og þá þyrfti að skera niður velferðarkerfið, borga hærri skatta og sparnaður foreldra okkar myndi hverfa. Viljið þið það?!.
Síðan var hann svo ósmekklegur (að okkar mati sem finnst það grafalvarlegt mál að sjá höfuðstól lána okkar hækka um fleiri hundruð þúsund í hverjum mánuði) að segja nokkra fimmaurabrandara um að hann vildi að hann væri jólasveinninn sem gæti gert allt fyrir alla og um Davíð Oddson. Frekar lélegt. Hverra hagsmuna er hann að gæta? Ég skil vel að einhver á þessa peninga en gætu ekki báðir hópar þurft að taka á sig eitthvað tap - ekki bara lántakendur. Ég er búin að missa alla von á þessu dæmi öllu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ekki má heldur gleyma því að þetta er allt meira og minna sama fólkið. Venjulegt fólk á smá sparifé, eignir í lífeyrissjóði og skuldir.
Þóra Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:34
Ég velti því fyrir mér hvernig verkalýðsfulltrúar sem veljast til forustu, gæti hagsmuna launþega, þegar þeir eru líka í forustu fyrir lífeyrisjóði landsmanna.
Sérstaklega þegar launþegarnir eru að mestu leiti skuldsettir í topp í fasteignum þar sem lánin eru verðtryggð.
Þessir menn verja mestu eignaupptöku Íslandsögunar til að hægt sé að greiða upp skuldir landsins vagan óreiðu bankanna.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 15.11.2008 kl. 23:52
Ég segi bara burt með verðtryggingu á lán okkar. Getum við kannski leitað til Mannréttindadómsstóls varðandi þessa verðtryggingu. Ég hef oft hugleitt það en málið er að ég og þeir sem skulda hafa ekki efni á því og ólíklegt að við fengjum gjafasókn frá ríkinu til að láta taka þetta mál fyrir þar.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:28
Þóra,
það sem verra er að Gylfi er með hræðsluáróður, talar niður til fólksins.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.11.2008 kl. 00:53
Sæll Gunnar Skúli. Var ekki Gylfi í framboði fyrir Samfylkinguna sem trúir á ESB eins og ofsatrúarmaður á biblíuna. Eignaupptaka Íslandssögunnar? Við höfum hamrað á því hjá Frjálslynda flokknum að það þurfi að breyta útreikningi vísitölunnar eða afnema hana eins og hún er í dag en hún er stórgölluð og veldur eignaupptöku þeirra sem skulda. Það hefur ekki náð eyrum fólks þannig að það situr uppi með stefnu þeirra sem þeir kusu yfir sig ekki satt Þorsteinn? kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.