Marað í hálfu kafi.

Umsókninni okkar hefur verið slegið á frest. Nágrannar gera grín að okkur. Íslendingar hafa einfaldlega verið slegnir út af borðinu. Fólk er farið að ræða um að flytja frá landinu. Ég veit til þess að skortur er á læknum í Lundi þar sem ég lærði á sínum tíma. Sennilega myndi eitt símtal duga.

Ríkisstjórnin er kolfallin í huga þjóðarinnar. Þorsteinn Pálsson segir í leiðara í dag það sem margir hugsa. Ef menn grípa ekki til aðgerða NÚNA þá sökkvum við til botns eins og steinn. Því erum við skipsrotturnar farnar að hugsa okkur til hreyfings.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á mínum vinnustað er aðalumræðan hvert við getum flutt (heilbrigðisstarfsmenn).  Það er illa komið fyrir okkur.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband