Vinnufélagar mínir voru að ræða um jólin sem koma í desember hvort sem okkur líkar betur eða ver. Rætt var hvernig jólin yrðu haldin í skugga kreppu, hvernig komist yrði í gegnum jólin á mannsæmandi hátt án þess að fara á hausin. Sjónvarpið sagði frá konum sem ætluðu að sauma jólakjólana sína sjálfar til að spara. Þá hrökk upp úr mér "þegar Davíð stal jólunum". Það er því miður nokkuð til í þessu.
Þessi mynd hefur gengið manna á milli í tölvupóstum. Myndin er að sjálfsögðu fölsuð og ekki er neitt sanngirni í því að setja Davíð á sama bás og þeir morðingjar sem léku lausum hala í seinni heimstyrjöldinni. Aftur á móti þá túlkar myndin viðhorf margra á stjórnarstíl Davíðs. Auk þess túlkar hún einnig þann grun sem almenningur hefur um þau tök sem Davíð hefur á Ríkisstjórn Íslands og mörgu í þjóðlífi okkar. Einn gárungurinn sagði við mig að sennilega hefði Davíð aldrei sent beiðnina um lán til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og sæti ennþá á henni. Geir forsætisráðherra hafi ekki hugmynd um þetta og skilji ekki neitt í neinu.
Ég stel þessari mynd frá Hauki bloggvini mínum, að honum forspurðum, og vona að hann fyrirgefi mér það. Það er í raun afrek þegar við getum gert góðlátlegt grín að óförum okkar. Ástandið hjá okkur er mjög alvarlegt, miklu frekar krítískt eða það sem við köllum "ekki enn úr lífshættu".
Ingibjörg og Geir viðurkenna í dag að þvælingur Breta og Hollendinga í IMF beri góðan árangur og við komum engum vörnum við. Það segir mér að þau eru að bregðast algjörlega að verja landið okkar. Það verður æ augljósara að þau eru fyrst og fremst að verja hagsmuni sinna flokka. Fjöldi vel meinandi einstaklinga koma fram með ýmis ráð sem okkur finnst að mættu koma að góðum notum í þessu stríði. Ríkisstjórnin virðist ekki hlusta. Hún virðist vera mjög einangruð. Þegar Ingibjörg segir að hún vilji að Bretar gæti loftrýmis okkar yfir jólin, bara ef hún þurfi ekki að borga allt of mikið fyrir það um leið og Bretar lýsa stíði á hendur okkur og gera okkur allt til bölvunar fer maður að efast um heilsu hennar og dómgreind. Þing og þjóð vill ekki sjá þessa Breta, hún virðist ekki fatta það, hvar er hún?
Við verðum að haga okkur eins og hagsýn húsmóðir. Sækja um ESB til að auðlast traust. Snýkja evru og skipta yfir í hana strax og sleppa því að taka lán bara til að halda krónunni. Hverju skiptir það börnin okkar hvort við höfum krónu ef þau þurfa að borga lánið dýrum dómum. Segja upp öllum áskriftum eins og NATO, SÞ, Utanríkisráðuneytinu og fleiru. Veiða meiri fisk.
Rannsaka ofaní kjölin hver gerði hvað og refsa síðan þeim seku.
Síðan munum við halda Gleðileg Jól, einhvern tímann þegar öllu þessu er lokið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.