Hart í bak.

Stór meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að þeir sem hafa stýrt og stjórnað íslensku þjóðfélagi undanfarin ár hafi staðið sig mjög illa. Í þessu samhengi er átt við alla gerendur sem höfðu völd. Ríkisstjórn, þing, Seðlabanki, fjármálaeftirlitið og bólustrákana sem flippuðu í kross. Með öðrum orðum, allir þeir sem höfðu hönd á stýri þjóðarskútunnar okkar. Núna eru þeir búnir að sigla henni í strand. Ef þjóðin má ekki hafa skoðun án tillits til hvaða störfum menn gegna þá er ekki málfrelsi hér á landi. Ef Ríkisstjórnin telur ráðherra sína vammlausa þá hlýtur þjóðarskútan að hafa rekið í strand af sjálfu sér.
mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband