8.10.2008 | 21:13
Ábyrgð okkar.
Í mínu starfi fylgist ég með lífsmörkum einstaklinga sem eru í skurðaðgerðum. Ég þekki til hvernig líkaminn bregst við ýmsum lyfjum sem ég gef einstaklingnum. Ég veit einnig hvernig mismunandi einstaklingar bregðast við sömu lyfjum og haga mér í samræmi við það. Einnig er ég viðbúinn hinu óvænta. Ofsablæðing í skurðaðgerð er í raun mjög óvænt atvik, sjaldgæft en möguleiki. Þrátt fyrir að þetta gerist mjög sjaldan þá erum við alltaf undir það búnir. Við höfum alltaf tiltæka vökva og neyðarblóð. Við höfum stóra og góða aðganga til að gefa slíkt. Oft er sagt að við svæfingalæknar séum allt of stressaðir og sjáum stórslys í hverju horni. Reynslan hefur einfaldlega kennt okkur að það borgar sig að hafa bæði belti og axlabönd. Ástæða þessa er að sjálfsögðu umhyggja okkar fyrir skjólstæðingum okkar. Einnig og ekki síður orðspor okkar því það er mjög auðvelt að draga hvern og einn okkar til ábyrgðar.
Í bankamálum þjóðarinnar virðast ekki vera neinir sökudólgar. Aftur á móti fullt af fólki sem hvítþvær hendur sínar eins og Seðlabankastjóri okkar. Allir virðast hafa bent á hætturnar, hættuna af of mikilli fjárfestingu bankanna og hættuna af of veikum Seðlabanka með tilliti til þessara miklu fjárfestinga bankanna.
Ég stöðva skurðlækni sem vill skera upp sjúkling sem er á fullri blóþynningu því honum mun blæða. Ef sjúklingur fer í aðgerð sem getur blætt mikið á ég nóg af blóðvarasjóð í hann svo hann lendi ekki í blóðþurrð því þá gæti hann orðið fyrir varanlegum skaða. Ég er Seðlabankinn. Skurðlæknirinn er útrásarbankinn því ef vel teks til þá mun sjúklingurinn læknast, en því fylgir viss áhætta. Hver er ábyrgur, sjúklingurinn(kaupandi hlutabréfa), skurðlæknirinn(bankinn) eða svæfingalæknirinn(Seðlabankinn). Allir en það er eins og svæfingalæknirinn ætli að sleppa.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Athugasemdir
Ábyrgð svæfingalæknisins er ótvíræð, enginn vafi á því. Hann heufr það fullkomnlega í valdi sínu að stöðva aðgerð, ,,hér og nú" og/eða grípa til viðeigandi aðgerða. Reyndar brugðust allir í þessu ferli, jafnvel ,,neytandin/sjúkligurinn sjálfur en stjórn Seðlabankans sýnu mest.
Það bera allir ábyrgð á framhaldinu núna og þar með hefðu allir hlutaðeigandi átt að greiða atkvæði með bráðalögunum. Í reynd var enginn ósammála þeim, þau voru lífsnausðynleg í þeirri stöðu sem upp var komin. Það hefði komið sterkar út fyrir okkur sem þjóð og verið klókt, ef Alþingi hefð verið einhuga í atkvæðagreiðslunni. Aðferð og ábyrgð á stöðunni mátti gagnrýna harðlega með greinagerð með greiddum atkvæðum.
Næg tækifæri eru/munu vera til þess að kalla menn til ábyrgðar. En þarfna var neyðarástand þar sem skipti máli að allir í teyminu tækju þátt í að koma böndum á ástandið. Við þekkjum vel hve illa getur farið ef ,,einn hlekkurinn" klikar í svo bráðu tilfelli.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.10.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.