9.9.2008 | 20:25
Sigurjón Þórðar næsti formaður FF ?
Frjálslyndi flokkurinn fyrir norðan hefur skorað á Sigurjón Þórðarson til að gefa kost á sér sem næsti formaður Frjálslynda flokksins á Íslandi. Þegar slíkar hugmyndir ná upp á yfirborðið og verða opinberar er oftast bara um toppinn á ísjakanum að ræða. Þannig er það í þessu tilfelli því allir vita að Sigurjón á mikinn og almennan stuðning meðal flokksmanna. Auk þess á hann almenna hilli meðal stuðningsmanna annarra stjórnmálaflokka. Spurningin er hvort Sigurjón vill gefa kost á sér.
Guðjón Arnar er einnig mjög vinsæll meðal margra flokksmanna Frjálslynda flokksins og nýtur virðinga langt út fyrir flokkinn. Aftur á móti virðist sem hópur innan flokksins telji að Sigurjón sé betur til þess fallinn að stýra honum næstu árin. Sigurjón er náttúrulega yngri og höfðar því sennilegar til yngri kjósenda. Þrátt fyrir það er hann reynslumikill í pólitík og hefur staðið sig vel á þeim vettvangi.
Hvað svo sem Sigurjón ákveður að gera þá treysti ég honum fyllilega til að leiða flokkinn. Hann hefur mikla tilfinningagreind og tekur vel eftir öðru fólki. Hann er einnig maður sátta og samlyndis og fæst óhræddur við slík vandamál. Já ég held bara að hann sé fínn í jobbið.
Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
FF? Merkir það ekki fljúgjandi furðuhlutir? Eða framsóknarfnykur?
Sigurður Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 20:36
Hver er Gunnar Skúli Ármannsson? Mágur Sigurjóns nei það getur ekki verið
Villi (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:16
Ekki hef ég trú á að Sigurjón hafi þá forystuhæfileika sem þarf til að leiða FF , eftir það stjórnleysi sem ríkt hefur lengi.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:54
Sæll SS.
Í mínum huga stendur FF fyrir Frjálslynda flokkinn. Ég vona að það sé ekki neinn framsóknarfnykur af okkur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 9.9.2008 kl. 22:35
Sæll Villi,
þér bregst ekki ættfræðin frekar en öðrum Íslendingum. Það er mikið rétt að ég er mágur Sigurjóns. En þú gerir þér sjálfsagt fulla grein fyrir því að Sigurjón á ekki sök á því. Ég hef þekkt Sigurjón frá því að hann var unglingur og veit því að ég mæli með ósvikinni vöru.
Gunnar Skúli Ármannsson, 9.9.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.