Ásmundur og mannréttindin.

The image “http://hallgrimurg.blog.is/img/tncache/s100/6e/hallgrimurg/img/2339_491104.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Núna eru þeir búnir að innsigla hann Ásmund. Þar sem málfrelsi er á Íslandi er ekki hægt að innsigla raust hans í krukku. Hann er að berjast fyrir mannréttindum á Íslandi. Gandi þurfti að storka lögunum á sínum tíma og eins er farið fyrir Ásmundi. Kínverjar meina þeim íþróttamönnum um landvistarleyfi á meðan ólympíuleikarnir standa sem eru eru að ybba gogg. Þeir sem eru þægir og þegja eins og Ólafur Ragnar og Þorgerður Katrín fá að koma. Viðbrögð stjórnvalda gegn þeim sem berjast fyrir mannréttindum virðast keimlík hjá ríkisstjórnum Kína og Íslands. Ekki er ég hlynntur lögbrotum almennt séð. Aftur á móti eru brot á mannréttindum hafnar yfir slíkar vangaveltur. Mannréttindi eru kjarnaatriði í lífi hvers einstaklings og hafa því meira vægi. Mannréttindi eru ekki verslunarvara. Því styð ég Ásmund heils hugar og finn til skammar vegna viðbragða íslenskra stjórnvalda. Auk þess er ég ekkert hreykinn af þeim stjórnmálamönnum eða forseta vorum sem fóru til Kína. Aftur á móti er íþróttafólkinu vorkunnn ekki ákváðu þau að leikarnir skyldu haldnir í storknuðu blóði fólks á Torgi hins himneska friðar.

The image “http://andresm.eyjan.is/wp-content/uploads/2008/03/tiananmen.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


mbl.is Bátur Ásmundar innsiglaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er svolítið sérstakt við þessa umræðu um kvótakerfið að hún er að þróast yfir í mannréttindabaráttu. Kvótakerfinu var aldrei ætlað það hlutverk að rýra mannréttindi. Það varð bara að einskonar "eyðibýlastefnu". Rökin voru númer eitt að vernda viðkvæma fiskistofna fyrir ofveiði og 2 að auka hagkvæmi í rekstri útgerðar. Það er ljóst að verndun þorskstofnsins hefur mistekist. Það er útrætt mál og hitt með hagkvæmnina er greinilega ekki lengur til staðar. Svo mikið fjármagn hefur sogast útúr atvinnugreininni að hún á ekki bót fyurir boruna ásér lengur og algerlega uppá lánastofnanir komin. Spurningin er hvort mannréttindi geti raunverulega skift máli og hvort Ámundur sé fulltrúi þeirra. Átti hann ekki kvóta sem hann seldi svo öðrum og svo framvegis!

Gísli Ingvarsson, 8.8.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband