Svartur Berlínari.

Það er margt sérkennilegt í tilverunni, eins og ég hef sagt oft áður. Nú er vinsælasti maður í Evrópu svartur gaur sem vill vera forseti í Ameríku. Hann er flottur og verður vonandi góður ef hann verður þá forseti. Það getur nefnilega skipt okkur hin miklu máli. Forseti Bandaríkjanna er nefnilega mjög valdamikill.

Eftir að Bandaríkjamenn voru dregnir úr egginu nauðugir viljugir í seinni heimstyrjöldinni hafa þeir verið afskiptasamir í alþjóðamálum. Sjálfsagt væri veröldin öðruvísi ef athafnasemi þeirra hefði ekki notið við. Hvað hefðu Rússarnir gert ef kaninn hefði bara farið heim?

Hitt er í raun mun athyglisverðara að hugsanlega munu Bandaríkjamenn velja sér svertingja fyrir forseta.  Að minnsta kosti ef hann tapar þá mun stór hluti kjósenda þar styðja hann. Ég minnist þess ekki að neinn litaður maður hafi náð viðlíka langt í vestur Evrópu. Hvernig var þetta nú, vorum við Evrópubúar ekki miklu frjálslyndari en þessir kanar? 

 

 Image:Majestic Liberty Large.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband