Hver er sinnar gæfu smiður.

Mér finnst augnablikið eitthvað svo merkilegt. Sjálfsagt eru allir tímar merkilegir. Þessa stundina er ég að velta fyrir mér ægivaldi ríkisins gagnvart viðsemjendum sínum um launakjör. Hver samtökin á fætur öðrum koma tómhent frá því samningaborði. Þetta flokkast víst undir þjóðarsátt.

BHM samdi greinilega illa um daginn. Var þar um að ræða að andstæðingurinn var óvinnandi. Vantaði styrk, samheldni og vilja hjá félagsmönnum. Ekki veit ég.

Þegar tekist er á skipta kænska og aflsmunir miklu máli og í raun þurfa báðir þættir að fá að njóta sín. Núna ætla hjúkrunarfræðingar að reyna að ná góðum samningum við ríkið. Eftir að símsvari Árna hefur sagt nei við öllu hafa hjúkrunarfræðingar ákveðið að grípa til aðgerða. Ég óska þeim alls hins besta og hvet þá áfram í baráttu sinni.

Árna vil ég benda á að til er hlutur sem heitir arðbær fjárfesting. Vel mannaðar heilbrigðisstofnanir af hjúkrunarfræðingum ná betri árangri en illa mannaðar. Þar sem við Árni erum nú báðir komnir af léttasta skeiði gæti það skipt sköpum þá og þegar maður fellur í faðm hjúkrunarfræðinganna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Raunsær ertu, heyr, heyr!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:58

2 identicon

Sæll Gunnar - datt hérna inn af læknafélagssíðunni...

ég er nú enn í ungverjalandi - er í prófalestri og medisín næst á dagskrá. 

Heldur líst mér illa á stöðu mála í kjarasamningum lækna. Það er ljóst að við eigum margt ólært, og ættum að taka hjúkkur og ljósmæður okkur til fyrirmyndar. Við erum sennilega áratug á eftir þeim í PR. 

Ég geng nú ekki svo langt að segja að maður sé farinn að hugsa sér langvarandi tilveru í Ungverjalandi (mánaðarlaun nýútskrifaðs læknis ca 45þús íslenskar), en prívatið er farið að heilla, þar sem maður þarf ekki að semja við steinvegg.

Bestu kveðjur frá Debrecen

Eggert

Eggert Eyjolfsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Gaman að heyra frá þér Eggert. Ég er núna í Tyrklandi og síðan í morgun hef ég praktíserað meltingalyflækningar að hætti detox aðferðarinnar. Gangi þér allt í haginn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.7.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband