15.5.2008 | 23:19
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
Það fjaðrafok sem væntanleg koma flóttafólks til Akraness hefur orsakað er allrar athygli verð. Björk Vilhelmsdóttir bendir á það að Íslendingar hafi bara tekið við 400 flóttamönnum á hálfri öld. Það geri minna en 10 á ári. Hún telur að bara vegna þessarar einföldu staðreyndar geti fólk ekki verið á móti komu flóttafólks til Íslands. Merkileg röksemdafærsla í sjálfu sér en heldur ekki vatni.
Björk ætlaði að leggja til að Reykjavík taki við flóttafólkinu ef Akranes dytti úr skaftinu. Aðspurð hvort það illi ekki lengingu á biðlistum eftir félagslegum íbúðum í Reykjavík svaraði hún því til að hann væri hvort er svo langur(800 manns)að það myndi ekki muna neinu. Ef Björk væri sjálf á þessum biðlista gæti maður reynt að taka mark á slíkum málflutningi, þar sem hún er það væntanlega ekki er þetta rökleysa.
Þegar Gísli S Einarsson svarar sömu spurningu í kastljósinu svarar hann að þörf eftir félagslegum íbúðum sé ekkert meiri á Akranesi en annarsstaðar, því sé í lagi að lengja biðlistann með flóttafólki. Hann tekur einnig fram að þeir sem séu á þessum biðlista "telji sig í þörf fyrir félagslega aðstoð" og slíkt fólk finnist í öllum sveitafélögum landsins. Þar með sé í góðu lagi að lengja biðlistann á Akranesi.
Samantekið get ég ekki betur séð en að fyrrnefndir biðlistar séu tilkomnir vegna meintrar þarfa einhverra Íslendinga á félagslegri hjálp að áliti fyrrnefndra fulltrúa. Ég get ekki betur séð en að fulltrúar fólksins séu ekki þess fullvissir að sú meinta þörf sé á rökum reist. Þau álíta að það sé í góðu lagi að lengja bið fólks eftir úrlausn sinna mála. Sjálfsagt er sú skoðun þeirra byggð á þeirri trú að flóttafólkið sé í meiri þörf á aðstoð en þeir sem eru fyrir á biðlistanum. Enginn er spámaður í sínu heimalandi. Ég gæti best trúað því að biðlistavandamál sveitafélaganna séu jafngömul flóttamannavandamálum heimsins. Eru ekki biðlistafólk á Íslandi "flóttafólkið" okkar. Það virðist að minnsta kosti hvergi eiga heima.
Þegar einhver stendur upp og imprar á því að ef til vill eigi þeir sem eru á biðlistunum einhvern rétt og tilverugrundvöll, verður fjandinn laus. Að gefa skít í þarfir Íslendinga á íslenskum biðlistum er sennilega fordómar, eða má maður kalla þetta kultúrrasisma. Vandamál flóttafólksins frá Palestínu er mikil og full þörf á því að leysa þau. Aftur á móti að gjaldfella vandamál landans er ekki fögur iðja.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Allt er þetta spurning um hæfi fólks til að flokka vandamál og forgangsraða eftir ákveðnum leiðum.
Seta manna til langtíma við stjórnvölinn kann að firra menn sýn á nauðsyn þess að vinna heimavinnuna áður en hleypt er heimdraganum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2008 kl. 01:38
Þetta er rétt ályktað hjá þér Gunnar Skúli. Það getur aldrei netti slæmt orðið gott vegna þess að það er líka slæmt hjá hinum. Þetta eru léleg vinnubrögð en sýna vinnubrögð fólksins sem við veljum til starfsins.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.5.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.