Það var og.

Stundum getur maður orðið svolítið þreyttur á þessari pólítík. Þetta endalausa pot og plott. Dæmi um það er flutningur á flóttamönnum til Akranesbæjar. Eftir því sem Magnús Þór segir þá er sú framkvæmd gerð á fljótfærnislegan og ólýðræðislegan hátt. Ekki það að Akurnesingar hafi eitthvað á móti þessu fólki heldur aðferðum stjórnvalda við að koma þessu á koppinn. Utanríkisráðuneytið er sjálfsagt orðið svo heimaríkt apparat að örlítill lýðræðislegur halli skiptir þá engu máli. Þá þyrstir í öryggisráðið og því hafa þeir ekki tíma til að ræða málin við lítið sveitarfélað á Íslandi.

Það væri óskandi að þessi framtakssemi væri alsráðandi í störfum ríkisstjórnarinnar. Því miður er ekki svo. Meðan krónan okkar er í frjálsu falli og heimalagaðir vextir bólgna eins og gerbolla gerir stjórnin ekki neitt. Krónan hefur sjálfsagt sitt frelsi til að falla. Ríkisstjórnin hefur sjálfsagt líka sitt frelsi til að gera ekki neitt. En ef frelsið skaðar okkur hin?

Ef kosið hefði verið núna til þings þá hefðu ráðherrar nýtt sér betur innanlandsflugið og ef til vill gert eitthvað meira í málinu, eða hvað? Það var og. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta hagsmunapot er alveg ótrúlegt, það ætlar engan enda að taka. Nú eru allir komnir í Sjálfstæðisflokkin þarna á Akranesi, þá geta þeir flutt inn allt það fólk sem það vill, ætli það verði ekki endirinn á þessu öllu.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er ekki laust við smá lúa hérna megin líka. Það virðist engu máli skipta hversu málefnaleg rök sem FF leggur fram í innflytjendamálum, allt túlkað á versta veg. Nákvæmalega það sama og er að gerast í borginni, ekki síst þegar kemur að borgarstjóranum. Skiptir þá engu máli hvort tilefni sé til eður ei, allt ómögulegt og menn undir smásjánni.

Pólitíkin getur verið leiðinleg og rætin

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sjaldan eða aldrei hefur meirahlutasamstarfi í bæjarstjórn á íslandi verið slitið af verðugri ástæðu.

En ég er viss um að undirbúningur málsins hefði geta verið betri að hálfu ráðuneytisins. Samt liggja svo til allar þær upplýsingar fyrir sem Magnús þór biður um. Þegar að svona málþófi er haldið uppi læðist að manni sá grunur að að baki liggi ekki bara "pólitík", heldur raunveruleg sannfæring Magnúsar Þórs og það lýst mér ansi illa á. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.5.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Svanur,

þegar átök eru á sveitastjórnarstiginu á Íslandi er oftast um einhver persónuleg vandamál að eiga. Sjálfsagt blandast þau hér inní eins og endranær.

Ef sannfæring Magnúsar er sú að þessir margþjáðu flóttamenn passi ekki inní ástandið á Akranesi eins og það er í dag tel ég að hann hafi fullan rétt á því að segja það. Um það snýst málið að hluta. Hann er úthrópaður rasisti fyrir vikið. Hann hefur bara bent á það ósamræmi að þeim Íslendingum sem bíða eftir úrlausn sinna mála hefur ekki verið sinnt. Þegar um flóttamenn er að ræða grípur alla einhver hræsni og helgislepja sem ólykt er af. Þetta minnir óneitanlega á dæmisögu frelsarans um flísina og bjálkann. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.5.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband