26.4.2008 | 21:05
Hvernig endurlífgar maður TILFINNINGARGREIND?
Ég held án þess að ég viti það með neinni vissu að umræða um Landspítalann hafi verið mun meiri s.l. 10 ár en öll hin árin á undan. Hún hefur oftast verið neikvæð því annað er ekki fréttnæmt. Það hafa verið átök í tengslum við sameininguna, fyrst þegar Landakot var innlimað og lagt niður í fyrri mynd. Þá voru margir sem söknuðu gömlu góðu daganna. Núna í nokkur ár höfum við verið í tveim húsum en sem ein stofnun. Til allra hamingju hefur "húsasóttin" fjarað smá saman út og við upplifum okkur alltaf meir og meir sem "eitt hús".
Í öllu þessu umróti hefur verulega reynt á starfsmenn, aðlögunarhæfni þeirra og getu í mannlegum samskiptum. Eftir á getur maður sagt að betra hefði sjálfsagt verið að hafa við höndina sérfræðinga í mannlegum samskiptum, sálfræðinga og þess háttar fólk. Þeir hefðu leitt umbyltinguna og leyst úr þeim hnökrum sem mynduðust.
Gagnrýni á húsakost spítalans hefur verið vaxandi undanfarið. Ástæða þess er að fólk er að vakna upp við vondan draum. Sá húsakostur sem við búum við í dag hefði átt að vera endurnýjaður fyrir 30 árum síðan. Því á gangrýnin að beinast að foreldrum okkar sem sáu ekki þörfina á sínum tíma fyrir betri húsakosti. Til allra hamingju er þó nýtt hús handan við hornið.
Þann fyrsta maí stefnir í skipbrot í mannlegum samskiptum á Landspítalanum. Þá ætla meir en 100 hjúkrunarfræðingar og tugir geislafræðinga að hætta störfum. Um er að ræða ósætti um vinnufyrirkomulag eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur hjá starfsmönnum. Þegar maður fær drep í hjarta eða görn er kallað eftir viðkomandi sérfræðingi. Þegar tilfinningargreindin er í andarslitrunum sér engin ástæðu fyrir sérfræðingshjálp, en skrítið. Heill spítali stoppar, hverjum er ekki sama?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hversu hæfir eru núverandi og fyrirverandi stjórnendur LSH? Lágmarkskrafan er sú að stjórnendur séu vel að sér í mannauðsstjórnun og með háa tiflinningagreind.
Einhvern veginn segir mér hugur að slíkir þættir séu ekki ráðandi við val á stjórnendum, því miður. Margur ætti að vera í öðrum störfum á öðrum vinnustöðum en LSH. Ekki kom Anna Stefánsdóttir vel út úr viðtali í Kastljósinu. Sömu aðferðir og forsætisráðherran beitir; harka og ósveigjanleiki, ekkert gefið eftir. Þeim sem hlýða ekki, er refsað, leynt og ljóst
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:30
Jákvæðni borgar sig og Rommel hafði það fyrir reglu í sinni kúnst að gefa eftir hólinn en vinna fjallið.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.4.2008 kl. 22:03
Þetta er grafalvarleg ástand, svo ég segi ekki meir.
Guðlaugur kann ekki mikið á þetta held ég, hann bolaði Magnúsi út fyrir einhvern vin sinn eða flokksbróðir það er deginum ljósara. Svo þegar ekki nást sættir við þá sem eru frá að hverfa núna býður hann sjúkrahúsið til sölu, það á jú að einkavæða allt.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.4.2008 kl. 23:57
Góður pistill Gunnar Skúli.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.4.2008 kl. 23:58
Góð skrif hjá þér.
Halla Rut , 28.4.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.