25.4.2008 | 22:20
Mannleg smskipti og Skíðaskálinn í Hveradölum.
Vinnudagurinn í dag var mjög sérstakur því ég fór í vinnuferð með samstarfsfólki mínu. Við fórum í Skíðaskálann í Hveradölum. Ferðin var á léttu nótunum en fyrst og fremst hugsuð til að efla starfsandann. Farið var í ýmsa leiki, stígvélakast, viltu vinna milljón og fleira skemmtilegt. Genginn hressandi rúntur um nálæga hóla sem við skulum bara kalla fjöll til að styrkja sjálfsímyndina. Það var einnig inntakið í fyrirlestrinum sem við hlýddum á um morguninn. Hann flutti mæt kona, Valgerður, deildarstjóri á BUGL. Fjölmenntaður hjúkrunarfræðingur og einnig grunnskólakennari sem hefur marga fjöruna sopið, mikill reynslubolti á sínu sviði.
Hún ræddi um menningu og kúltúr vinnustaða. Mannleg samskipti, virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum. Sjálfstyrkingu, kerfisbundna ferla við úrlausn vandamála sem tengjast mannlegu samskiptum. Í stuttu máli frábær fyrirlestur.
Í hádeginu spruttu upp umræður tengdar mannlegum samskiptum. Yfir 100 hjúkrunarfæðinga hætta störfum því ólík sjónarmið ráða för og það sama má segja um bílstjórana og ríkisstjórnina. Það var mjög lærdómsríkt að lesa opnuviðtalið við Björn lækni í Morgunblaðinu í dag þar sem hann lýsir þeirri nálgun sem þeir hafa á lausn í mannlegum samskiptum tengt breytingum í rekstri. Ég leyfi mér að birta hér hluta þess viðtals.
Það er mjög erfitt að breyta kúltúr innan
heilbrigðisstofnana, segir Björn. Ef
allt gengur í haginn tekur það minnst tíu ár.
Það gerist ekki öðruvísi en að fyrir slíkri
breytingu fari góður leiðtogi og að starfsfólkið
trúi á breytinguna. Breytingin má
ekki aðeins koma ofan frá, hún verður einnig
að koma neðan frá. Þannig höfum við
reynt að vinna og ég tel það ástæðuna fyrir
því að okkur hefur farnast svo vel sem raun
ber vitni. Við reynum að virkja alla og fá allt
starfsfólkið til að taka þátt. Það skiptir
mjög miklu máli fyrir fólk að það finni að á
það sé hlustað, að það hafi eitthvað að segja
um hvernig hlutirnir þróist. Að skoðun þess
skipti máli. Sé fólki aðeins skipað fyrir fær
það á tilfinninguna að því sé ekki treyst og
breytingar gerðar samkvæmt slíkum
vinnubrögðum eru dæmdar til að mistakast.
Það var gott að átta sig á því í stígvélakastinu að það kemst hvergi án þess að því sé kastað, og það í rétta átt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábært framtak og verður örugglega til góðs. Það vill nefnilega gleymast í allri valdabaráttunni, stjórnunar- og aðhaldsaðgerðunum og of miklu vinnuálagi að mannauðurinn og menningin er ,,vinnustaðurinn" - ekki byggingin, tól og tæki. Mannauðurinn, þekkingin og reynslan eru jafnframt dýrmætust en erfitt að setja verðmiða á.
Vona að framhald verði á uppákomum sem þessum til að efla liðsheildina. Lofar góðu
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:31
Mér finnst einhvernvegin eins og þessi orð jörns stangist a við það sem verið er að gera á Landsspítalanum. Hann heldur kanski að hann se að gera þetta eins og hann lýsir.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.4.2008 kl. 03:27
Hann Björn vinnur í USA, ekki á LSH. Ég gleymdi að taka það fram.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.4.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.