TRUKKALÆTI.

Ætli ég verði ekki að blogga um trukkalætin í gær eins og allir. Það eru að minnsta kosti tvær hliðar á málinu, þess vegna mun fleiri. Niðurstaðan er samt mjög dapurleg og sérstæð. Það eitt sér er nægt tilefni til að fara gaumgæfilega yfir hvað gerðist. Svona ofbeldi má ekki endurtaka sig, amk þegar fólk er að rífast um smáhluti eins og peninga. Gandhi sat á bossanum á sínum tíma því þá voru mannréttindi í húfi.

Við getum gefið okkur að ef allir hefðu farið að einu og öllu eftir tilmælum lögreglunnar þá hefði þessi atburður ekki gerst. Ef lögreglan hefði beðið fram í myrkur þá hefðu allir verið komnir heim að horfa á sjónvarpið sitt, og þá hefði þetta aldrei gerst. Þannig er nú það.

Síðan er það spurningin um frelsi eins og frelsi hins. Hef ég frelsi til að stilla mér upp á vígvelli og ætlast til þess að ég skaðist ekki? Ef ég hefði verið þarna og séð tvær fylkingar fullar af testósteróni og eins og hana að undirbúa hanaslag hefði ég farið heim til mín. Það er í sjálfu sér heigulsháttur en skynsemi engu að síður.

Hef ég frelsi til að óhlýðnast lögreglunni, veifa fingri og fara með formælingar. Í fyrsta lagi er svarið nei, mín borgaralega skylda er að hlýða lögreglunni, það er regla sem við höfum öll samþykkt og verðum að fara eftir. Við getum ekki sniðgengið reglur eftir hentugleikum. Þá mætti ég fara yfir á rauðu ef ég væri að flýta mér. Í annan stað að vera með formælingar við samborgara okkar þó þeir séu lögreglumenn er galið. Þetta eru bara venjulegir menn með sínar tilfinningar eins og ég og þú. Þeir gætu verið þess vegna miklir stuðningsmenn bílstjóranna. En þegar menn eru svívirtir í orði og með grjót- og eggja kasti þá þykknar í öllum.

Það á að sjálfsögðu að gera miklar kröfur á lögregluna. Þeir eru sérmenntaðir í því að sinna svona uppákomum. Þeir hefðu vel getað beðið lengur og reynt að þreyta klárinn. Vera meira dipló. Horfa í gegnum fingur sér og leyfa mönnum aðeins að tjá sig. Fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. Sá vægir sem vitið hefur meira er oft sagt.

Bófinn í dramanu er þessi liðónýta Ríkisstjórn. Ég er búinn að lifa í hálfa öld en ég held að þessi ríkisstjórn sé að slá öll met í vitleysu. Ég er farin að upplifa stóran hluta hennar sem geðsjúkling sem hefur ekkert sjúkdómsinnsæi. Á mínum starfsvettvangi þá eru slíkir sjúklingar oft sviptir sjálfræði. 

The image “http://finickypenguin.files.wordpress.com/2007/11/mahatma-gandhi-indian-hero1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þar sem lögreglan er sérlærð í þessu eins og þú í svæfingum, hefði hún átt að haga sér öðruvísi. Af hverju hljóp hún til dæmis á eftir manninum sem aðeins var að öskra á þá.

Á maður ekki að borga illt með góðu, mér var kennt það einu sinni.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.4.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Af því hann var að öskra á þá, ef hundur sýnir tennurnar þá er það ógn, við erum bara dýr þegar öllu er á botninn hvolt. Skynsamir menn öskra ekki á önnur dýr sem geta buffað mann, þá setur maður rófuna á milli lappanna. Þetta snýst allt um skynsemi á báða bóga. Það er skynsemi að vera ekki á svona stað, það er skynsemi að koma sér heim, það er skynsemi að setjast á rassinn og vera ekki að öskra. Hvers vegna að öskra út af nánast engu. Ef nemendur öskra á þig og kasta í þig eggjum vegna þess að þeim finnst það í lagi þá er það ekki þar með orðið rétt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.4.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Nei en veistu það að í mínum skóla lemja nemendur kennara sína og kveikja jafnvel í fyrir framan stofuna mína. Ég má ekki gera neitt. Ég á bara að bíða eftir að ég verði laminn aftur...svona er nú skólinn í dag, það er nú annað en þegar við vorum ung Gunnar.

Kennarar meiga ekki lemja en nemendur meiga lemja og hana nú

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.4.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég gæti svarað þér með skætingi og sagt ykkur að hringja í 112 en málið er allt of alvarlegt til þess. Hér er um verulega stórt og mikilvægt málefni að ræða. Hér er um uppeldisskort á heimilum að ræða. Foreldrar sinna ekki grunnþörf barna sinna, að læra muninn á réttu og röngu. Kenna þeim almenna kurteisi og hlýðni. Kenna þeim aga. Því gerast hlutir eins og í skólanum að kennarar eru beittir ofbeldi og lögreglumenn. Það vantar aga og virðingu. Tilgangurinn helgar meðalið og þá er allt leyfilegt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.4.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Einmitt, þessir menn i mótmælunum hafa líka átt heimili og verið í skóla og maður óskar öllum að þeir hafi læri eitthvað.

Kanski er þetta gömul innibyrgð reiði, ég lít þannig á þetta stríð, Gunnar vinur minn.

Gleðilegt sumar skilaðu kveðju til spúsunnar.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.4.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill Gunnar Skúli, tek heilshugar undir þau rök sem þar koma fram. Hef gríðalegar áhyggjur af stjórnarfari landsins og þeim skilaboðum sem núverandi ríkisstjórn sendir okkur landsmönnum, ekki síst forsætisráherra á opinberum vettvanig. Okkar kynslóð hefur ekki upplifað aðra eins ríkisstjórn og stjórnarfar. Það þarf að koma henni frá og það sem allra fyrst áður en skaðinn sem hlýst af henni verður óbætanlegur.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband