Aleksandr Isayevich Solzhenitsyn, Gylfi og Guðmundur.

Ég var svolítið lúinn eftir vinnuna í dag svo ég kom engu af viti í verk, til að gera ekki neitt las ég dagblöðin, athæfi sem ég stunda yfirleitt ekki nema ég sé kominn í þrot með þrek. Merkilegt en ég fann bara nokkra góða bita. Skemmtilegt viðtal við Guðmund Ólafsson í 24stundum. Þar lýsir hann því hvernig íbúar Rússlands höfðu ákkúrat ekkert með stjórn landsins að gera og stjórnendur fóru sínu fram að eigin geðþótta. Fékk svona Deavú tilfinningu, hélt ég byggi ekki í kommúnistaríki, en það er samt margt líkt með okkur og Rússum eins og Lobbi rekur í viðtalinu.

Örlög Ráðstjórnarríkjanna voru víst skelfileg, rotnuðu innanfrá. Það er ekki laust við að smá fúkkalykt sé kominn hér heima líka. Þegar fyrrvernadi Morgunblaðsstarfsmaður en núverandi dósent í hagfræði við Háskóla Íslands fer að leggja til rýmingu á ellideild Sjálfstæðisflokksins í Seðlabankanum, þá virðist fokið í flest skjól. Enda var Illuga illilega brugðið í sama blaði þegar hann hlustaði á menntamanninn í sjónvarpsfréttunum um daginn segja þetta. Að segja ráðsettum stjórnvöldum til syndanna getur reynst viðkomandi afdrifaríkt. Það fór ekkert sérstaklega vel fyrir Aleksandr Isayevich Solzhenitsyn
 á sínum tíma ef einhver var búinn að gleyma því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta ástand hér er að verða óþolandi, og ráðamenn hvorki sjá né heyra.  Of mikið að gerast að þvælast um heimin til komast í öryggisráðið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Flott samlíking hjá þér Gunnar Skúli. Hvað er til ráða ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.4.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband