Hver er hvurs og fyrir hvern?

Það er margt í pípunum um þessar mundir. Til að mynda er allt tilbúið svo hægt sé að valta yfir kennarastéttina eina ferðina enn í kjarasamningum. Árni dýralæknir er fastur fyrir og kennarar hafa í raun skrifað undir sitt eigið dánarvottorð með ósk sinni um "sanngjarna kauphækkun". Það er eins og þeir séu svo kúgaðir að þeir bera ekki einu sinni hönd fyrir höfuð sitt.

Mér skilst að hjá hjúkrunarfræðingum sé ástandið svipað. Þeir eru þó byrjaðir að semja við ríkið. Af viðbrögðum sendimanna Árna þá virðist ekki eiga að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. 

Stofnendur hins ríkisrekna velferðaþjóðfélags dreymdi örugglega ekki þessa martröð. Hugsjónin var sjálfsagt vel launaðir og sáttir starfsmenn, allt í þeim tilgangi að skjólstæðingunum farnist sem best. Nemendur og sjúklingar eru þeir sem tapa mestu á endanum. Manni virðist sem ríkið upplifi sig sem skjólstæðing kerfisins. Sorgleg heilabilun þeirra sem búið hafa of lengi í turninum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er mikið til í þessu Gunnar. Það versta er að þeir hafa ekki fattað að nemendurnir verða bráðum fullorðnir og þá munu þeir erfa þetta land. Það er líka afar undarlegt að vilja ekki stuðla að góðri menntun í landinu og góðri undirstöðu fyrir börn og ungmenni þessa lands.

Ástandið er slæmt mjög víða og þeir loka bara augunum enda hafa þeir það gott á töppnum. Sumir meira að segja með lítinn koll sem rúma ekki áhyggjur eins og Árni blessaður.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.4.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sem hjúkrunarfr. er ég ekki bjartsýn á komndi samning. En veit ekki hvernig á að manna Landspítalann ef ekki tekst vel til. Nógu er hann illa staddur í dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar Skúli.

Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga er í járnum að ég vil segja og lengi hafa sveitarfélögin kvartað sáran sem aftur kemur niður á samningum um þjónustu við menntun sem sveitarfélögin hafa tekið að sér.

Sjálf vil ég fara að sjá samvinnu samstarfsstétta um samninga er lýtur að starfsumhverfi þeirra hinna sömu, þverfaglega.

Mín skoðun er sú að allar starfsstéttir á Landsspitala Háskólasjúkrahúsi ættu að tilheyra einu félagi þegar kemur að samningum um kaup og kjör, og úrvinnsla fagstéttafélaga yrði innan raða slíks bandalags.

Sams konar samningsumgjörð vildi ég einnig sjá í starfsumhverfi grunnþjónustu við menntun í landinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2008 kl. 02:40

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þessi mál eru ávallt látin "dampa" áfram hjá ríkinu, samið um stundarfrið en aldrei neitt gott til framtíðar.... sem er sosem í takt við það að íslenska ríkið hugsar aldrei lengra en fyrir næsta horn.... aldrei neinar langtímalausnir eða markmið. Ríkissáttasemjari stingur snuddu uppí þá og þá semjandi stétt, sem emjar og grenjar strax ári seinna, þegar snuddan er fyrir löngu uppsogin.

Fyrir löngu orðið tímabært að gera mun betur við þessar emjandi stéttir, sem þó ávallt sinna sínum störfum af mikilli samviskusemi, enda geta þær ekki annað, verandi vinnandi með skjólstæðinga sem yfirleitt eiga sér enga málsvara.

Lilja G. Bolladóttir, 17.4.2008 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband