28.3.2008 | 23:00
Geymdur en ekki gleymdur mannauður-eða hvað?
Tilfinningar er sérkennileg skepna. Mín tilfinning fyrir ýmsu er hreinn hafragrautur þessa dagana. Nú er krónan að fara fjandans til en bjartsýni innan bankanna er það mikil að ekki á segja neinum upp hef ég heyrt. Ástæðan ku vera sú að þegar þörfin eykst fyrir allt þetta starfsfólk er best að hafa það allt til staðar. Skynsamlegt ekki satt. Ekki hagkvæmt en hvurru skiptir það, kúninn borgar allt hvort sem er.
Á Landspítalanum sem ég vinn á fer megintími hjúkrunardeildastjóra í það að manna næstu vakt. Um er að ræða mjög sérhæfðan vinnukraft. Ekki er hægt að skutla einum hjúkrunarfræðing frá einni deild til annarrar, slík er sérhæfingin orðin. Sama á sjálfsagt við um bankana og þeir geyma hæft starfsfólk hjá sér þangað til full þörf verður á kunnáttu viðkomandi, sem sagt geymdur en ekki gleymdur mannauður.
Svipaða sögu er að segja frá kennarastéttinni. Allir skólar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki fullmannaðir af menntuðum kennurum. Þar eins og á Landspítalanum er mannauðurinn geymdur utandyra og gleymdur.
Íslendingar kvarta undan mennta- og heilbrigðiskerfinu. Guðlaugur Þór hefur mikla drauma um að skapa þær aðstæður sem muni draga ungt fólk til starfa innan heilbrigðiskerfisins. Þorgerður Katrín vill að kennarar njóti forgangs í kjaraviðræðum svo einhver vilji kenna börnunum okkar. Dýralæknirinn Árni vill hafa allt sitt á þurru og vill ekki borga neinum laun og því betra sem færri vinna hjá hinu opinbera.
Ég tel að það sé bráðnauðsynlegt að sem flestir átti sig á nokkrum mikilvægum staðreyndum. Það eru bara nokkrir einstaklingar á Íslandi sem kunna að sinna mjög veikum einstaklingum eða að kenna erfiðum krökkum og koma þeim til manns. Þá ber að varðveita. Aftur á móti virðast allir geta orðið ráðherrar og þeim má skipta út eftir þörfum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Góð hugleiðing Gunnar Skúli.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.3.2008 kl. 00:58
Ég hélt svona í upphafi að Guðlaugur Þór myndi þrátt fyrir allt standa sig vel, en það var bara þetta venjulega blaður í honum, sem er það sem hann kann best, og það verður sennilega ekkert meira en blaður. Þorgerður Katrín er svipuð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 13:45
Allt satt og rétt sem þú segir í þessum pistli. Ég hef einmitt oft farið stórum orðum um mannauðsstjórnun LSH á mínu bloggi, ég efast reyndar um að stjórnendur LSH viti hvað mannauður yfirhöfuð er....... a.m.k. akta þeir ekki þannig!!
Gaman að lesa þitt nýuppgötvaða (af minni hálfu) blogg. Ég var eitt sinn hjúkrunarnemi, sem fékk að dvelja sumarlangt á svæfinga- og gjörgæsludeild LSH og var svo heppin, að þú kenndir mér að intubera, sem og að setja æðaleggi.... (enda mun auðveldara að æfa sig á sofandi sjúklingum en vakandi) .... þessarri kennslu í uppsetningu af nálum bý ég vel að í dag - takk fyrir mig
Lilja G. Bolladóttir, 7.4.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.