29.2.2008 | 01:27
ÞETTA YFIRÞYRMANDI LÍKAN.
Þrátt fyrir að langflestir starfsmenn Landspítalans hafi glaðst mikið þegar Guðlaugur Þór kastaði teningunum og tilkynnti það með endanlegum hætti að nú væri bygging Landspítalans hafin, eru samt ýmsir í vafa. Á margan hátt skiljanlegt. Það er margt sem þarfnast útskýringar sem við starfsmenn upplifum sem sjálfsagða hluti.
Myndin hér fyrir ofan virðist ónáða marga. Fyrst er að geta að öll þessi bygging er ekki eingöngu eiginlegt sjúkrahús. Með þessari nýbyggingu er tækifærið notað og byggt yfir fleiri. Rannsóknarstofan á Keldum verður flutt niðrá Hringbraut. Læknadeild og hjúkrunarfræðideild munu fá húsnæði hér líka. Á það skal bent að læknadeild sameinaðist Háskóla Íslands 1911 en hefur hvergi átt heima þrátt fyrir það. Nú munu þessar háskóladeildir ekki lengur vera á vergangi. Þar með er ég búinn að afgreiða megnið af vinstri helming myndarinnar.
Hinn helmingurinn er sjúkrahús að mestu leiti. Gæta verður að því að þarna koma saman tvö sjúkrahús í eitt og þar að auki önnur starfsemi Landspítalans sem núna er dreifð á minnst 25 mismunandi staði vítt um bæinn.
Skipstjóri án togara verður aldrei aflakló þrátt fyrir bestu áhöfn í heimi. Þegar nýtt sjúkrahús verður risið verða allar forsendur til staðar til að skapa hér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi.
Hver vill ekki njóta þess?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Athugasemdir
Það verður að koma í ljós, ekki satt Gunnar Skúli minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:18
Vonandi reynist þú sannspár Gunnar Skúli.
Það breytir því þó ekki að kassinn er forljótur eins og hann lítur út í dag. Fæ hálfgerðan hroll að sjá þetta líkan. Finnst þetta hálfgerð hrákasmíð og kalt.
Vona að mönnum takist að gera vistaverurnar hlýlegri en á Barnaspítalanum. Kaldur og ljótur kassi þar líka.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:10
Sæll Gunnar Skúli. Þetta er fallegt líkan og vonandi verða þetta fallegar og vel nýttar byggingar.
Guðjón H Finnbogason, 1.3.2008 kl. 11:40
Sæll Gunnar Skúli.
Sá innlegg á bloggsíðu vinar míns frá þér til mín. Of seint að svara þar svo ég svara bara hér með þessu. Vonandi ertu sannspár.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:31
Ekki örvænta öll sömul. Þetta verður mjög gott sjúkrahús. Þegar það er komið mun hinn venjulegi íslendingur eiga kost á bestu þjónustu í heimi og ekkert minna. Gerið ykkur grein fyrir því að við sem störfum þarna stefnum að því og trúum að við komumst þangað.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.3.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.