KASTLJÓSIÐ.

Mikið fannst mér Kastljósið eitthvað ómerkilegt í kvöld. Fjallað í þaula um skrif Össurar. Það er svo margt annað sem er mun mikilvægara að gerast þessa dagana. Að velta sér upp úr slíku dægurþrasi er frekar í stíl við se og hör blaðamennsku.

Sem skattgreiðandi vil ég sjá Kastljós sem góðan fréttaskýringaþátt sem kryfur málin til mergjar. Tekur á álitamálum í þjóðfélaginu en ekki einhverjum næturbloggfærslum andvaka ráðherra.

Núna er loðnan týnd og gæti kostað þjóðarbúið 10-12 milljarða. Eru slík mál ekki á færi Kastljósmanna eða er það of flókið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Get ekki verið meira sammála þér.. .Hvað er verið að gera mál úr þessum ummælum Össurar ? ..... Þvílíkt og annað eins væl .

Brynjar Jóhannsson, 21.2.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Reyndar finnst mér í lagi að vekja athygli á níðskrifum ráðherrans, þau eru úr takt við siðgæði og almenna kurteisi. Mér finnst maðurinn hálf manískur þessa dagana svona uber hamingjusamur.

Ég er hin vegar sammála því að Kastljós ætti að fjalla um þau má sem virkilega eru að rugga þjóðarskútunni, loðnan eitt þeirra mörgu. Það mál ofan á skerðingu kvótans, ekki veit ég hvernig málin eiga eftir að þróast í mörgum sjávarbyggðum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðrún.. Fyrst svo er má þá ekki vekja einnig athygli á ósiðlegum ummælum SJÁLFSTÆÐISMANNA í gegnum tíðina ? eins og tli dæmis hvernig það var ráðist á BJÖRN INGA Á SÍNUM TÍMA ?  Og væri þá ekki ráð að TAKA MÖRGUNBLAÐIÐ FYRIR sem ásakar Dag B Eggertsson fyrir að standa fyrir einelti í garð ÓLAFS F Magnússonar ?

"Það er ekki leitun að siðlausari mann í íslenskri politík" þetta eru nú orð sem eru úr munni SIGIRÐS þegar hann níddi af Birni inga skóinnn á sínum tíma.

ég segi það enn og aftur ÞVÍ LÍKT OG ANNAÐ EINS VÆL. fyrir mér er þetta vælupólutík sem bygist á að reyna að hala inn fylgi með því að láta vorkenna sér. 

Brynjar Jóhannsson, 21.2.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Er ekki verið að stoppa loðnuveiðar og sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar gjaldþrota.Vandamálin hlaðast upp og ekkert rætt um það en verið að eiða Kastljósþætti í skrif Össurar þegar hann segir satt og rétt frá hvernig Gísli sé,Gísli er bara kjáni,heimsbyggðin hefði fengið hláturskrampa ef hann hefði orðið borgarstjóri.

Guðjón H Finnbogason, 21.2.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Fjaðrafok dramadrottninga!  Össur er að bjarga pólitískri framtíð Gísla.  Nú á Gísli samúð allra, sem hann átti ekki áður!?

Auðun Gíslason, 22.2.2008 kl. 01:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eða brennisteinsmengunin í henni Reykjavík, sem er um það bil að verða hættuleg veikum og börnum.  Hvergi hef ég séð umræðu um það, nema frett í 24 stundir.  Ótrúlega værukært fólk þar verð ég að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband