Hauspokaföndur EKG og kaffi latti,

Ég skrifaði færslu í gær um hauspokanotkun okkar Íslendinga í framtíðinni. Ef við tökum ekki vel við okkur vegna athugasemda Sameinuðu þjóðanna og leiðréttum ósanngirnið í kvótamálinu þurfum við öll að hafa á okkur hauspoka þegar við förum erlendis.

Hvernig er hægt að útskýra slor og kvóta fyrir venjulegum Íslending sem hugsar bara um hvernig kaffi latti muni bragðast í hádegispásunni sinni. Að segja honum að slor, fiskur, kuldi, sýkingar í fingrum vegna fiskibeina, gegnumtrekkur, vöðvabólga og vökur séu undirstaða þess að kaffihús sé í Reykjavík sem bjóði kaffi latti virðist vera óvinnandi vegur. Hafa menn í raun velt því fyrir sér hvers vegna fæstir Íslendingar míga í saltan sjó í dag. Ég bara spyr?

Ástæðan er sú að allir sem unnu í slorinu vildu ekki að börnin sín ynnu í slorinu. Því voru þau send til mennta til að læra að drekka kaffi latti og ræða um vexti og verðbólgu  með háfleygum hætti. Naflastrengurinn var svo kyrfilega undirbundinn að enginn man lengur upphaf sitt né rætur.

Aftur á móti ef kvóti væri settur á kaffidrykkju og væri framseljanlegur myndu allir trompast.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ja er það þó Gunnar.

Svo mikið rétt.

Nýjungagirni Íslendinga eru engin takmörk sett.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.2.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég man ekki eftir mér öðruvísi en í tengslum við fisk.Pabbi var með trillu sem hann fiskaði á eftir venjulegan vinnudag hjá Brú h/f árin eftir stríð nýfluttur til Reykjavíkur.Ég var sendur með fisk í hús í nágreninu við okkur á Teigunum og þá var settur teinn í gegnum augun og ef fiskurinn var stór þá dró ég hann.Ég lærði líka flest vinnubrögð í sambandi við vinnslu á fiski og fór á vertíðir,en ég hef ekki verið mikið á fiskiskipum var á bátum fyrir um 35 árum og svo ekki meir sneri mér að öðrum skipum.

Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband