Hauspokaútsala.

Magnús Thoroddsen hæstaréttalögmaður var í Silfri Egils í dag. Þar er fjallað um niðurstöðu mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Í sjálfu sér er niðurstaða mannréttindanefndar SÞ ekki óvæntur atburður. Þar eru færustu lögfræðingar í heimi að fjalla um hornstein mannréttinda-sanngirnina. Niðurstaða þeirra er að ósanngirni ráði ríkjum á Íslandi. Ósanngirnin er svo alvarleg hér á landi að menn eru bótaskyldir að mati lögfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Ekki bara að ríkið sé bótaskylt heldur á íslenska ríkið að breyta sínum egin lögum að mati lögfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þeir sem hafa verið vel lesnir í þessari sögu hafa alla tíð vitað þetta.

Aftur á móti kemur óskammfeilni íslenskra ráðamanna á óvart. Greinilegt er að þeir ætla að beita öllum brögðum til að komast hjá því að fara eftir niðurstöðu SÞ. Nokkrir þverhausar eru í hópi þjóða sem hunsa Sameinuðu þjóðirnar og ef Ísland á að fara í þann flokk verðu maður sjálfsagt að ferðast um heiminn með hauspoka. Sjálfsagt mun Ingibjörg Sólrún sitja með hauspoka í Öryggisráðinu þegar fram líða stundir. Einar K situr sjálfsagt og föndrar við að klippa út 300 þús hauspoka.

Rökfærsla Magnúsar í Silfrinu í dag var skotheld, á því leikur enginn vafi. Ef EKG losar ekki strengina af sér og sínir af sér manndóm mun það verða íslenskri þjóð til ævarandi skammar. Við höfum verið þekkt fyrir eitthvað annað Íslendingar en að vera fulltrúar ósanngirnis í mannréttindum. 

The image “http://v2.nepal.is/images/mynd_0237305.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Egill fær margar stjörnur fyrir þetta viðtal.

En hvernig væri nú að etja þeim saman í viðtal, Einari Kr. og Magnúsi?

Ég er hræddur um að þessi úrskurður verði tættur sundur með orðhengilshætti og málið látið gufa upp. 

Árni Gunnarsson, 3.2.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Engin spurning að menn ætla sér að hunsa úrskurðinn og væntanlega komast þeir upp með það.

Sé að ég verð að horfa á þáttinn endursýndan, hef misst af miklu

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er undir okkur komið hvort þeim tekst að hunsa úrskurðinn eður ei. Það kallast virkt borgaralegt lýðræði.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.2.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Já þetta var skýrt hjá Magnúsi eins og hans er von og venja.

Það er rétt Gunnar að það er undir okkur komið og tímabært að fara að láta verkin tala í því efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.2.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér fannst flott hjá honum að láta í ljós sem margir vita en þora ekki að láta í ljós að L.Í.U. ráði þessum málum alla vega hjá Sjálfstæðisflokknum.Hvað borguðu menn fyrir kvótann sem þeir fengu í byrjun,þ.e.þegar kvótinn var settur.Keyptu menn kvóta þá?Fengu menn þetta ekki frítt?Og ef þá af hverju? Ég held að eingin þori í þetta mál.

Guðjón H Finnbogason, 4.2.2008 kl. 19:52

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er eins gott Guðjón að við hleypum kjarki í okkar fólk svo það þori í þetta mál.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.2.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband