PÓLITÍK-meirihlutinn jarðaður í "kyrrþey".

Skáksnillingurinn var jarðaður í kyrrþey, sóknarpresturinn vissi ekki einu sinni um það. Eins fór fyrir meirihluta Borgarstjórn Reykjavíkur. Þau voru jörðuð í kyrrþey- eða þannig sko. Þau vissu ekkert af sinni eigin jarðarför. Það má segja að þau voru kviksett.

Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Borgarbúar eru fullir hneykslan og undrun. Trú almennings á pólitík fer hraðminnkandi þessa dagana.Guðjón Ólafur er alsettur hnífsstungum eftir Börn Inga. Bingi segir að það sé eðlilegasti hlutur í heimi að stinga bróður sinn á hol í aðdraganda prófkjörs. Síðan eigi menn að gleyma öllu eins og ekkert hafi í skorist. Ólafur F skellir sér í samstarf með Sjálfstæðisflokknum samtímis sem samflokksmanneskja hans Margrét Sverris er enn í samtarfi með R-listanum. Hvað á almenningur að halda. Sjálfsagt munu flestir túlka þetta þannig að menn hafi sameinast um stóla en ekki málefni. Er ekki Ólafur í algjörum minnihluta í þessu meirihlutasamstarfi. Ég bara spyr?

Sjálfsagt er hægt að óska Ólafi til hamingju, hann hefur komist í oddaaðstöðu. Vonandi kemur hann góðum málum áfram. Það sem veldur mér mun meiri áhyggjum er tiltrú almennings á fulltrúarlýðræðinu. Eigum við ekki að hafa kosningar í sveitastjórnum þegar meirihlutar falla?  Hvernig virkar það á fólk að vera í ákveðnum stjórnmálaflokk í kosningum en ekki í honum síðar við meirihlutamyndun?  

Það er greinilega margt sem er enn órætt í okkar lýðræðisþjóðfélagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he... blessaður vertu Gunnar Skúli ,manni kemur fátt á óvart lengur, á pólítíska sviðinu.

Það má segja að það hafi verið einkennileg tímasetning tilviljanna að Björn Ingi skyldi fá hnífaparasettin til baka rétt fyrir að detta út úr valdastólum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband