25.1.2008 | 22:27
Leiðtoginn-Ólafur F Magnússon.
Ólafur F Magnússon er orðinn leiðtogi okkar Reykvíkinga. DV í dag reynir að veita okkur óbreyttum borgurum innsýn inn í persónuleika Ólafs. Maðurinn er að sjálfsögðu ýmsum kostum búinn. Hlýr, viðkvæmur, hreinskiptinn, góður félagi og samkvæmur sjálfum sér. Ókostirnir geta verið að hann er einrænn, dulur og þver. Honum er illa við málamyndanir og forðast þær eins og pestina. Það heitir á fínu máli að vera fylginn sér. Vonandi gangi honum nú allt í haginn, þrátt fyrir allt.
Enda er það augljóst þegar horft er til stefnumála nýs meirihluta. Ólafur hefur nánast ekki gert neinar málamiðlanir við stærsta og sterkasta stjórnmálaafl landsins, Sjálfstæðisflokkinn. Auk þess er það bersýnilegt að þeir ætla að leyfa honum að stjórna, milljarði kastað í fúaspýtur á Laugaveginum. Reyndar kom það sér ákaflega vel fyrir Þorgerði Katrínu, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitthvað upp úr krafsinu.
Þegar haft er í huga háðsglósur og hlátur Sjálfstæðismanna þegar Ólafur F gekk af vettvangi þess flokks auk niðurlægingarinnar fyrir Ólaf þegar Villi sveik hann er þetta mál allt hið sérkennilegast. Þegar sterkasta stjórnmálaafl landsins drýpur niður í duftið fyrir gömlum liðhlaupa, þá hlýtur eitthvað mikið að hanga á spýtunni. Það getur varla verið bara hefnd og völd. Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir mun fínni takttík en svo.
Reyndar finnst okkur Reykvíkingum þær orðnar allar frekar illa lyktandi, hvaða nafni þessar tíkur eru svo sem kallaðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Athugasemdir
Hvort sýnist þér nú að collegar þínir séu í læknisleik í Ráðhúsinu eða að þar séu á ferðinni læknamistök?
Ég ætla að láta mér nægja að syngja bassann minn með Eldri Þröstum og láta flokksfélögum okkar eftir að syngja Hallelújakórinn:
Til í allt með Villa!!!
Árni Gunnarsson, 25.1.2008 kl. 22:46
Sæll Árni,
það sem ég hef heyrt í félögum okkar finnst mér yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem vilja ekki kannast við króann. Þar er ég sjálfur meðtalinn.
Mér er stórlega til efs að siðareglur lækna nái inn í Ráðhús Reykjavíkur. Því er ekki um læknisleik að ræða. Læknamistök er mun flóknara dæmi. Oft er það þannig að töluverður tími líður þangað til að menn gera sér grein fyrir mistökum sínum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 25.1.2008 kl. 23:19
Góður pistill Gunnar Skúli og flott myndi sem á einstaklega vel við.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2008 kl. 00:53
Takk Guðrún María.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.1.2008 kl. 00:57
Góður pistill Gunnar Skúli og sammála þér. Það hangir eitthvað meira á spýtunni en almenningur sér. Tek undir mér þér varðandi tíkurnar, þær eru orðnar ansi illa lyktandi, vægast sagt og illmögulegt að búa í návígi við þær. Vona að ferskir vindar blási sem fyrst
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:58
Ég efast um að það sé nokkur fínni taktík í spilunum hjá Sjálfstæðisflokknum. Sumum lá svo á að endurreisn að það var allt fyrir það gefandi. Í þinum frábæra pistli Gunnar þá minnir þú á milljarðinn sem Sjálfstæðísflokkurinn lætur Reykvíkinga borga fyrir fúaspýturnar við Laugaveginn. Það er bara byrjunin. Aðrir lóðareigendur sem eiga bárujárnskofa á lóðum á Laugavegi hljóta að bjóða fram eignir sínar núna fyrir svipað verð.
Hvað ætli bárujárnsbyltingin muni kosta þegar allt verður talið?
Jón Magnússon, 26.1.2008 kl. 23:07
Ég hef þá trú að það hangi ekki mikið meira á spítunni, valdafíkninn er svo gífurleg hjá Þeim sjálfstæðismönnum sem að sitja í Borgarstjórn að það hálfa væri meira en nóg.
Er ekki hægt að fá útskeift yfir allar þessar eyðslur Borgarstjórnarinnar ? Þar virðist fólk semja alveg eins og það eigi Reykjavík alla og það skuldlausa. Við verðum að fá "Stjórnmálamenn" við völd, ekki þessa litlu stráka sem að eru ennþá að spila mattador.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.1.2008 kl. 23:24
Sorglegt ef það er niðurstaðan að eingöngu sé um völd að ræða. Hitt er verra ef við þurfum að borga fyrir það marga milljarða.
Gunnar Skúli Ármannsson, 27.1.2008 kl. 20:06
Ætli menn verði ekki bara að bíða og sjá hvernig til tekst. Vonandi verður þetta til að almenningur fer að taka kosningarétt sinn alvarlega, og kjósa ekki bara af gömlum vana. Menn eiga ekki að geta verið áskrifendur að atkvæðunum sínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.