20.1.2008 | 17:41
ÞUNGUR KNÍFUR.
Það er ekki andskotalaust að taka þátt í pólitík. Ef einhver var í vafa þá hvarf hann við að horfa á Silfur Egils í dag. Þar var mættur Guðjón Ólafur framsóknarmaður. Ekki bar hann flokksbróðir sínum vel söguna. Björn Ingi sem Guðjón fann og fóstraði í framsóknarmann á sínum tíma launaði greiðann ekki í réttri mynt. Eftir því sem Guðjón segir hefur Björn Ingi raðað hnífaparasettunum í bakið á honum og flest öllum framsóknarmönnum sem á vegi Björns hafa orðið. Ætli Vilhjálmur fyrrverandi borgarstjóri sé ekki með eitt par í bakinu eða svo? Ekki er það gott.
Væringar á milli manna eru ekki neitt nýtt í pólitík. Ekki heldur tár hér og þar. Þetta er sorglegur fylgifiskur stjórnmála. Sjálfsagt ein meginskýringin á því að venjulegt fólk treystir sér ekki í pólitík. Maður þarf að hafa þykka skel eða óbilandi sjálftraust á að maður sé bestur.
Hvernig getum við hamið þetta "Brútusar eðli" í pólitík. Einhver sér einhvern sem ógnun við framgangi sínum og riður viðkomandi úr vegi á einn eða annan hátt. Þetta er uppskriftin að Brútusar heilkenninu.
Ég held að menn verði að kannast við að við erum öll ólík. Við eigum öll okkar kosti og galla. Þegar við sameinumst um einhver málefni sem við teljum til hagsbóta fyrir land og þjóð þá verðum við að reyna að sjá heildina en ekki bara eigin hagsmuni. Alltaf eru einstaklingar sem telja hagsmuni sína ofar heildinni eða að þetta tvennt fari saman. Stjórnmálahreyfingum hefur enn ekki tekist að finna lausn á þessu vandamáli. Greinilegt að það er brýnt því við getum ekki eytt tíma okkar í svona vitleysu. Margt annað er mun mikilvægara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margur mætti einmitt hugleiða þessi rök sem hér koma fram, við erum jú öll ólík og ef að hópur manna á að ná saman, verður hver og einn að virða það að enginn er eins.
Hvað snertir Framsóknarflokkinn þá virðist það einkenna hann að menn stunda það að stinga hvorn annan í bakið og kenna svo öðrum um ófarirnar. Valdabaráttan og klíkumyndanir svo svakalegar að það var erfitt að upplifa hvorutveggja sem flokksmaður. Enda gafst ég upp.
Svo virðist sem átökin haldi áfram þá meintur sökudólgur hafi yfirgefið flokkinn. Ástandið síst skánað. Hef trú að þar hafi sendiboðinn verið skotinn. Þetta er eins og með aðrar meinsemdir, það þarf að fjarlægja þær í burt áður en lækning getur hafist. Annað brölt heldur kannski einkennum niðri en þau blossa alltaf aftur og aftur upp
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:00
Einn möguleikinn er sá að Guðjón Ólafur sé að segja satt.
Jens Guð, 20.1.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.