Útrás Heilbrigðiskerfisins eða sjúklinga?

Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra kom fram í 10 fréttum í gærkveldi og ræddi um hugsanlega útrás íslenska heilbrigðiskerfisins. Ég er enn að hugsa hvar? Hvar eigum við að koma fyrir í núverandi kerfi fleiri sjúklingum. Sennilega er ég bara þröngsýnn karl sem áttar sig ekki á möguleikunum.

Einnig nefndi hann samevrópskt flæði sjúklinga. Sérstaklega samnorrænan markað sjúklinga. Þannig að íslenska ríkið myndi greiða fyrir aðgerðir okkar á hinum norðurlöndunum. Í því dæmi felast augljósir möguleikar. Engin þörf verður fyrir að halda við gömlum og þröngum sjúkrahúsum í Reykjavík. Íslendingar eru hvort sem er með annan fótinn alltaf í Köben og geta því allt eins farið þar í aðgerð eða til læknis. Þar með hefur sagan endurtekið sig og við erum kominn á þann reit aftur þegar allir sjúklingar urðu að sigla til Kaupmannahafnar til að fá bót meina sinna.

Það virðist því vera fyrst og fremst um útrás sjúklinga að ræða í þessu dæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að jarðtengja stjórnvöld

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ekki skil ég það heldur Gunnar Skúli, nema ef fólk sættir sig við að koma til lækninga og sitja á biðlistum í marga mánuði ef til vill.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.1.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband