Ára mót.

Áramót er sérkennilegur tími. Þá er horft um öxl og einnig fram á veginn. Hvað hefur áunnist? Sjálfsagt ýmislegt, en ekki nægjanlegt. Í dag er manni einna efst í huga þegar kemur að landsmálum að Frjálslyndi flokkurinn nánast tapaði í síðustu Alþingiskosningum. Sumum finnst það afrek að halda óbreyttum þingmannafjölda miðað við....Ég get svo sem tekið undir það að vissu leiti. Ég tók örlítinn þátt í kosningabaráttunni og miðað við það sem ég upplifði þar eru úrslitin nokkuð góð.

Ég aðhyllist FF vegna stefnu hans í kvótamálinu og landsbyggðarmálum. Mér finnst það ekki glæst framtíðarsýn að aka frá einni bensínstöðinni að þeirri næstu þegar maður ferðast um landið sitt. Ég vil hafa líf úti á landi. Ég vil að þeir sem eru svo "bilaðir" að vilja búa úti á landi eigi þess kost. Ég vil ekki að það séu neinir afarkostir. Bara sanngjarnir kostir.

Því rær FF á móti straumnum í þessu máli. Ef FF stækkar ekki og dafnar á næstunni er þetta mál dautt. Þingflokkur með 4 menn gerir ekki nein kraftaverk. Ef einhver bilbugur er á mönnum í þessum málaflokki þá munu margir ekki hafa neina ástæðu til að velja FF fram yfir annan flokk. Því þarf að róa að því öllum árum að efla flokkinn á landsvísu og sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu því hér eru atkvæðin. Ef það tekst ekki munu öll atkvæðin vera hér fyrir sunnan hvort eð er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það háir flokknum tilfinnanlega hversu ungur hann er. Svo virðist sem vanti sterkan leiðtoga á höfðuborgarsvæðið og kröftuga liðsmenn. Kæmi ekki til álita að þú gæfir þig í það hlutverk????

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðrún, gleðilegt ár.  Ég tek undir það að það er alveg óhætt að leggja mikla ábyrgð á herðar Gunnari Skúla, hann bregst ekki trausti. Einn af fáum göllum Gunnars er sá að hann er svo orðvar að ókunnugir átta sig ekki alltaf á þunga hóstiltrar gagnrýni.  Það sem Gunnar er m.a. að fara er það sem altalað var meðal virkra flokksmanna og sjálfboðaliða að skipulagning og framkvæmd kosningabaráttunnar var af allra síðustu sort.-

Sigurður Þórðarson, 2.1.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband