1.1.2008 | 18:45
"Ég ætla að blogga um þetta"
Það var gert grín að okkur bloggurum í áramótaskaupinu í ár. Við værum eins og gaggandi hænur. Maður verður að geta tekið gríni og auk þess er það ágætt að þessi miðilsbraut fái aukna athygli.
Með tilliti til sögu alls mannkyns er blogg frekar nýr tjáskiptamáti. Það má segja að hann sé enn að slíta barnsskónum. Það sem er augljóst er að þessi nýja tækni við tjáskipti svarar einhverri þörf. Það eitt og sér er ekki réttlæting á tilvist bloggs. Aftur á móti hefur blogg ýmsa kosti. Hægt er að blogga hvenær sem er. Mun fleiri raddir heyrast en ella. Hægt er hjá flestum að svara fyrir sig og enginn grípur fram í fyrir manni. Í þessu yfirspennta tímalausa þjóðfélagi er þetta tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Á öldum áður sátu menn kannski og ræddu málin en eftir að við vorum reknir heim í uppvaskið er enginn tími til þess. Þar að auki létu konurnar plata sig út af heimilunum fyrir mun lægra kaup en þær höfðu áður.
Auk þess má segja að blogg sé viss ástundun á lýðræði. Hið virka borgaralega lýðræði gerir ráð fyrir þátttöku borgaranna meir en bara á fjögurra ára fresti. Hlutverk okkar er að vera eins og gaggandi hænur sem gefur okkar kjörnu fulltrúum engin grið á milli kosninga. Þannig séð er blogg mikilvægt.
Því er ég bara sáttur við að vera gaggandi hæna, ef við göggum nægjanlega þá ærast menn að lokum. Kær kveðja og gleðilegt ár allar gaggandi hænur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Facebook
Athugasemdir
*Góð færsla hjá þér...gagggaag gagg gagg
Halla Rut , 1.1.2008 kl. 18:48
vér erum gaggandi hænur
Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.