Timburmenn, eða þannig sko.

Ég hef aldrei fengið timburmenn, sjálfsagt vegna þess að ég næ aldrei að þynnast upp. Maður á ekki að grínast með svona hluti í alvöru talað. Það var mikil og góð veisla á mínu heimili í köld. Við vorum mörg sem blótuðum Bakkusi, vonandi engum til skaða. Innan um voru einstaklingar sem höfðu aldrei játast honum og höfðu enga þörf og síðan aðrir sem höfðu hætt, sem betur fer. Ef þeir hefðu ekki gert það væru þeir ekki meðal vor í dag. Kalt en satt. Þetta eru hetjur sem maður tekur ofan fyrir og ber virðingu fyrir.

Annars ætlaði ég að minnast á aðra timburmenn. Sökum þess að ég skrifaði í blöðin um daginn um þrengslin á Landspítalanum voru ýmsir sem ræddu þau mál við mig. Sjálfsagt er maður nokkuð einangraður í sínum heimi. Sumir nefndu það sem kost í þrengslunum að þá væri einhver viðstaddur þegar maður gæfi upp öndina. Þá væri einhver til að kalla á hjálp. Að vera á fjölbýli væri góð vörn við lélegri þjónustu. Að pakka sjúklingunum sem síld í tunnu væri góð mótvægisaðgerð við starfsmannaskortinum á Landspítalanum. Ég held að menn séu að veðja á rangann hest, hvaða tryggingu hefur maður fyrir því að herbergisfélaginn sé andvaka og taki eftir því að maður sé að skilja við. 

Annað sem ég varð var við að sumir héldu að til stæði að byggja enn eitt nýtt sjúkrahús í Reykjavík, sem sagt þriðja húsið. Skilaboðin um að allri núverandi sjúkrahússtarfsemi yrði komið í eitt hús virtust ekki hafa komist til skila. Það er mjög miður.

Þannig að ég verð með timburmenn á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunni minn og til hamingju med frúna, hún er frá besta árgangi siðustu aldar :)(kannast aðeins við hann sjálf) ótrúlegt að vera buin að vera vinkona Helgu i 40 ár,það er eins og gerst hafi i gær, eins og Guðmundur Jónsson söng á árum áður.Verst að missa að veislunni i gær en þetta er nú gallinn við að búa í útlöndum (hefði auðvitað átt að hringja í Jón 'Asgeir og fá hann til að skutla mér á rellunni heim i gær). Kysstu frúna frá mér og gleðilegt ár öll sömul.

Gunna Bjarna, Danmörku.

Guðrún Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson


Takk Gunna mín, gaman að heyra frá þér. Helga er vandlát kona og hefði aldrei valið neitt annað en besta árganginn og því er 58 módelið best, sorry. Hafðu það sem allra best og gleðilegt ár-farðu nú að hætta að ræna alla þessa banka í Danmörku, þú hlýtur að vera komin með andvirði einnar rellu. Knús til Kisa og Pouls.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.12.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband