22.12.2007 | 23:55
TRÚFRÆÐI Í GRUNNSKÓLUM.
Þorgerður Katrín leggur til að gefinn verði smá slaki á tengslum Þjóðkirkjunnar og Grunnskólum landsins. Þar með var fjandinn laus eða þannig sko. Ég hélt að þessi umræða myndi lognast fljótt útaf en svo virðist ekki ætla að verða raunin. Út frá þessu hafa síðan spunnist umræður um tengsl ríkis og kirkju.
Ég er skráður í Þjóðkirkjuna og er mjög sáttur við það. Í skoðanakönnun myndi ég vera í þeim helmingi þjóðarinnar sem telur sig kristinn. Hinn helmingurinn telur sig vera eitthvað annað. Mér er nokk sama því ég aðhyllist frelsi og líka trúfrelsi. Það virðist sem margur hafi fengið hland fyrir hjartað þegar þessi umræða kom upp á yfirborðið. Menn keppast við að telja þjóðinni trú um að ríkisrekin kirkja sé
það eina í stöðunni. Þeir virðast halda að allir haldi það líka. Þeir vilja telja öllum trú um að þeir haldi það líka. Bara svo að enginn haldi að þeir séu á móti Þjóðkirkjunni.
Að kirkjan sé ríkisrekin samræmist ekki frelsi, trúfrelsi og jafnrétti. Því ber að skilja þessar tvær stofnanir að. Að auki og ekki síður mikilvægt væri það mjög gott fyrir kristna kirkju að vera ekki lagskona ríkiskassans. Kirkjan yrði mun sjálfstæðari og meira lifandi, eins og í frumkristninni. Ég held að það yrði Þjóðkirkjunni til góðs að einkavæða hana.
Annað við þessa umræðu er fáránleikinn. Þegar skortur er á kennurum. Kennarar kvarta sáran yfir kjörum sínum. Allt of margir nemendur í bekk. Samanburðakannanir sýna að íslenskir nemendur standa sig illa. Um hvað snýst umræðan-SMJÖRKLÍPU-hvort og hvernig eigi að kenna kristinfræði í skólum. Ég held að þjóðin sé ekki með öllum mjalla.
Brettið nú upp ermarnar og sköpum góða skóla fyrir börnin okkar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Stundum virðist það augljóst að við erum ekki með öllum mjalla Gunnar minn.
En ég segi nú bara gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir gamla árið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 13:02
Frábær og skynsamleg færsla hjá þér eins og alltaf, kæri mágur. Sjáumst hjá Ásdísi systur á morgun.
Sigurður Þórðarson, 25.12.2007 kl. 13:36
Vonandi hafðir þú og fjölskyldan þín það gott um jólin.
Sammála þér í þessu. Hef þó miklar áhyggjur af því sem kemur fram í dagblöðum þessa dagana, að FF ætli að endurskoða stefnu sína varðandi það að vilja aðskilja kirkju og ríki.
Sú staðreynd að kirkjan sé á spena hjá ríkinu er algjörlega út í hött og það er ekki mönnum bjóðandi að hluti af skattpeningum þeirra fari í að halda uppi trú félagi sem þeir eru ekki partur af. Þetta er argasti dónaskapur við þá sem að trúa ekki eða þá einhverju öðru.
Halla Rut , 25.12.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.