Selur á steini.

juvenile harp seal; Montauk Poiny; 1/12/2007

Selur á steini. Selum finnst gott að koma sér fyrir á steinum og melta matinn. Auk þess hafa þeir vist útsýni af steininum. Ekki endilega að þeir séu svo mjög viðsýnir því fyrir selinn er það ekkert létt verk að snúa sér við á steininum og horfa til fleiri átta. Þeir eru örugglega svolítið einmanna þarna einir á steininum. Aftur á móti í sjónum yðar allt af lífi. Selurinn á steininum missir af því. Auk þess eiga selir mun auðveldara með að hreyfa sig í sjónum. Þeir heyra þar að auki mun betur í sjónum. Ég held að best væri fyrir selinn á steininum að skella sér í sjóinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Góð pæling og ég næ innihaldinu.

það er einmannalegt á toppnum. 

Halla Rut , 20.11.2007 kl. 11:36

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þessu algerlega óviðkomandi, þá var ég að skoða myndir af syni þínum á bloggfærslunni hér á undan. Flottur strákur. Drengurinn er "föðurbetrungur".

Það eru mínir sem betur fer líka:

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.11.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allt of feitur selur. Þarf greinilega að fara í brennsluátak.

"Sofa urtubörn á útskerjum."

Og svo þessi eftir Davíð (Stefánsson.)

Hjá rjúpunni karrinn veifar væng.

Á vík synda kolla og bliki

Í hylnum glyttir í gamlan hæng

Í grasinu er allt á kviki.

Urtan byltist á bárusæng

og brimillinn rær í spiki.

(Eftir minni og nákvæmt því samkvæmt,-ósiður.) 

Árni Gunnarsson, 23.11.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband