1.11.2007 | 20:38
Ætli Dumbó hafi haft próf?
Eins og kemur fram hér fyrir neðan þá er stór hluti kennara ekki með viðeigandi menntun til að kenna það sem þeir eru samt að kenna.
Við vitum einnig að það er skortur á kennurum.
Ætli við myndum bregðast eins við ef okkur skorti flugmenn til að fljúga með okkur á milli staða. Hver er þá munurinn á flugmanninum okkar og kennara barnanna okkar? Jú flugmaðurinn flýgur okkur en kennarinn kennir börnunum okkar. Sem sagt okkur er alls ekki sama um okkur en okkur er skítsama um börnin okkar.
3. Samantekt
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir upplýsingaöflun menntamálaráðuneytisins
um menntun þeirra sem kenna stærðfræði og náttúrufræði í 7. 10. bekk grunnskóla og
stærðfræði, náttúrufræði, eðlisfræði, jarðfræði og líffræði í framhaldsskólum veturinn
2003 2004.
Fram kemur m.a. að 49% þeirra sem kenna stærðfræði í 8. 10. bekk eru
grunnskólakennarar með almennt kennarapróf, en 33% þeirra eru grunnskólakennarar
með BEd-próf og stærðfræði sem valgrein.
Í 7. bekk er rétt tæpur helmingur þeirra sem kenna stærðfræði án þess að vera
umsjónarkennari viðkomandi bekkjar grunnskólakennari með almennt kennarapróf,
tæpur fjórðungur kennaranna eru grunnskólakennarar með BEd-próf og stærðfræði sem
valgrein.
Þegar menntun stærðfræðikennara í 7. 10. bekk eru skoðaðuð í heild kemur í ljós að
u.þ.b. helmingur kennara sem kenna stærðfræði sérstaklega eru grunnskólakennarar með
almennt kennarapróf. Grunnskólakennarar með BEd-próf og stærðfræði sem valgrein eru
30% hópsins.
Í kennslu náttúrufræði í grunnskólum í 8. 10. bekk eru flestir kennarar grunnskólakennarar
með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein eða 40%, en 32% kennaranna eru
grunnskólakennarar með almennt kennarapróf. Í 7. bekk er svipað hlutfall
grunnskólakennara með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein, 36% og með almennt
kennarapróf er 38%.
Þegar náttúrufræðikennarar í 7. 10. bekk er skoðaður í heild kemur í ljós að flestir þeirra
eru grunnskólakennarar með BEd-próf og náttúrufræði sem valgrein, 38%.
Í heild bárust upplýsingar um 403 kennara í framhaldsskólum sem kenna stærðfræði.
Kennarar með BS-próf í stærðfræði eru innan við helmingur þeirra sem kenna stærðfræði
eða um 46% af heildinni.
Í framhaldsskólum er minnihluti stærðfræðikennara sem kenna áfanga frá 102 363
framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í stærðfræði, eða frá 34%-46%.
Þegar lengra kemur í náminu, þ.e. í áföngum 403 703 snýst þetta við og meirihluti
kennara eru framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í stærðfræði, eða
frá 56-59%.
Kennarar sem kenna náttúrufræðigreinarnar náttúrufræði, eðlisfræði, jarðfræði og
líffræði eru að meirihluta framhaldsskólakennarar með BS-próf eða hærri prófgráðu í
viðkomandi námsgrein.
15
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.