World Class og sjónvarpssófinn.

An estimated 300,000 deaths per year may be attributable to obesity.

 

Þetta segir Landlæknir Bandaríkjanna. Erum við ekki 1000 sinnum færri en þeir. Við öpum allt eftir þeim. Við erum að verða jafn feit og þeir. Ef svo er þá falla í valinn 300 Íslendingar í valinn á ári vegna offitu.

The image “http://www.irishhealth.com/clin/ffl/images/obese.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Sjálfsagt eru þessir útreikningar nálgun. Þeir eru aldrei nein hárnákvæm vísindi. Í sjálfu sér skiptir það engu máli. Ef bara 50-100 Íslendingar deyja á ári fyrir aldur fram vegna offitu þá er það of mikið. Sérstaklega í ljósi þess að offita er læknanleg.

Ef við veltum fyrir okkur sjúkdóminum offitu. Stundum getur verið ansi snúið að greina sjúkdóma. Allir þekkja sögur af fólki sem hefur farið á milli lækna og tekið hefur óratíma að greina sjúkdóminn. Offita er mjög auðveld í greiningu. Eingöngu þarf málband eða tommustokk og vigt, venjuleg baðvigt dugar vel. Ekki sakar að nota spegil, hann lýgur sjaldnast. Falskt jákvæðar niðurstöður, það er BMI í hærri kantinum kemur eingöngu fyrir hjá vaxtarræktarmönnum sem eru bara vöðvar. Þá kemur spegillinn sér vel. Hjá öðrum með of háan BMI er um offitu að ræða.

Falskt neikvæðar niðurstöður virðast mjög algengar. Þ.e. hár BMI en niðurstaðan er ekki offita. Hún er mjög skiljanleg hjá viðkomandi einstakling. Það er raun öfug anorexía. Í speglinum er spikfeit manneskja en viðkomandi túlkar það sjálfur sem minniháttar offitu.

Verra er þegar læknir er að meðhöndla hnjáverki hjá mjög feitum einstakling og minnist ekki einu orði á spikið.

Það er nefnilega ekki fínt að benda fólki á að það sé feitt.

Ef offita drepur fólk, á maður þá að vera kurteis? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband