12.10.2007 | 00:39
HVELLHETTAN SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR.
Svandís Svavarsdóttir er orðin mjög merkileg kona. Eins og allir vita sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarin ár að þar fer sterk kona með munninn fyrir neðan nefið. Stjórnarmenn í Orkuveitunni skynjuðu það einnig að hluta. Þeir treystu henni að minnsta kosti ekki fyrir dagskrá stjórnarfundar eina nótt. En eins og á daginn hefur komið þá gerðu þeir sér öngva grein fyrir að hún var hvellhetta í púðurtunnu. Enda sprakk tunnan með hvelli.
Ef það er rétt að Björn Ingi hafi slitið sambandi sínu við Sjálfstæðisflokkinn vegna stjórnmálaskoðana sinna þá eru það tíðindi. Að sannfæringin ráði för er góð tilbreyting. Ef rétt reynist þá eru það nýmæli í íslenskri stjórnmálasögu að menn fylgja sannfæringu sinni og gjaldi fyrir það. Björn Ingi hefur óneytanlega minni völd núna en áður og geldur á þann hátt fyrir ákvörðun sína. Annars held ég að Vilhjálmur fyrrverandi Borgarstjóri gjaldi mestu.
Hann lék af sér, á því leikur enginn vafi. Aftur á móti þá gerði hann sér ekki grein fyrir að samstarfsmenn hans í Sjálfstæðisflokknum myndu misreikna sig svona herfilega. Þeirra hugmynd var að fá allt fyrir ekkert. Særa Vilhjálm til ólífis þannig að hann væri auðsigranlegur í næsta prófkjöri innan Sjálfstæðisflokksins. Tukta Björn Inga til hlýðni við stefnumál sín. Hafa að auki fullan sigur og koma sínum einkavæðingar"prinsippum" á koppinn. Menntaskólanýfrjálshyggjan sem sumir ætla aldrei að vaxa upp úr hefur greinilega ekki tamið sér hófsemi og vonandi gerir aldrei.
Ef niðurstaðan verður sú að auðlyndir okkar allra haldast í eigu okkar þá er þetta gott mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þessu. En við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ef þau heykjast á málinu, eru þau búin að vera í pólitík, það er mitt álit. En mér finnst líka gott að frekjugangurinn í sjálfstæðismönnum gekk ekki upp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2007 kl. 11:49
Svandís Svavarsdóttir er mikill stjórnmálamaður og þótt ég sé ekki í VG virði ég hana mikils. Meirihlutinn í Reykjavík sprakk vegna valdagræðgi í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna og fóru þar fremst í flokki Gísli Marteinn og Hanna Birna sem ætluðu að sparka Vilhjálmi borgarstjóra og Birni Inga og fá síðan VG í samstarf, eins og hið fræga SMS-skeyti frá þeim til VG þar sem sagði "Til í allt án Villa" Þetta skynjuðu bæði Vilhjálmur og Björn Ingi og Vilhjálmur kaus heldur að falla með sæmd en að vera veginn af eigin félögum, þótt það kostaði meirihlutann. Framhaldið þekkja svo allir.
Jakob Falur Kristinsson, 15.10.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.