Stefna Sjálfstæðisflokksins og Orkuveitan.

 Nokkur áheyrsluatriði úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.
 
Sjálfstæðisflokkurinn vill halda fullveldisrétti íslensku þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum óskoruðum. Sjálfstæðisflokkuinn telur að skynsamleg og hagkvæm nýting náttúruauðlinda Íslands verði best tryggð með því að nýtingar- og afnotarétturinn sé í höndum einstaklinga.
 
Sjálfstæðisflokkurinn telur tímabært að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín í útrás orkufyrirtækjanna. Sjálfstæðismenn vilja skoða kosti þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum til einkaaðila.
 
Er ekki Vilhjálmur að framkvæma stefnu flokksins síns, ég bara spyr. Hvers vegna stökkva ekki allir samflokksmenn hans fram og hrósa honum fyrir framtakssemina. Hvers vegna mótmæla þeir honum með þögninni. 
Það stendur þarna að við megum eiga auðlindir okkar, EN einstaklingar eigi afraksturinn af auðlindunum. 
Nú er allt vitlaust að verða í þjóðfélaginu, enginn vill kannast við króann. Getur hugsast að einhverjir sem kusu X-D í síðustu kosningum hafi yfirsést þetta atriði í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Sjálfsagt héldu menn þessu ekki mikið á lofti sem kosningaloforði.
Fólki er greinilega misboðið, ekki nema von og sjálfsagt munu sumir hugsa sér til hreyfings innan hins pólitíska litrófs. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband