4.10.2007 | 23:17
Stofnfundur Frjálslynda í Reykjavík suður.
Haldinn var stofnfundur kjördæmafélags í kvöld. Frjálslyndi flokkurinn var að verki. Það var í Reykjavík suður. Ég var kosinn í stjórn ásamt átta öðrum. Ég hefði átt von á því að ég væri kvíðinn fyrir framtíðinni á þessari stundu. Því er alls ekki þannig farið. Mér líður eins og bónda sem hefur eignast kostajörð og nú á bara eftir að margfalda gæði hennar. Sjálfsagt er ég í einhverju bjartsýniskasti. Dag skal að kveldi lofa og mey að morgni.
Það er deginum ljósara að grasrótin í FF iðar í skinninu að taka til starfa. Nánast eins og kálfi sem er hleypt út á vorin. Þessi kraftur mun nú eiga þess kost að starfa innan nýs félags. Það eru mjög spennandi tímar framundan. Að sama skapi mikil vinna. Ekki er nein ástæða til að örvænta því margir munu leggja hönd á plóginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 116380
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Því miður komst ég ekki - var heima með börnin - frúin er erlendis á keppnisferðalagi. En þú hefur rétt fyrir þér. Það er mikill kraftur í liðinu, enda sýndum við og sönnuðum í vor að sameinuð getum við lyft grettistaki. Nú er bara að halda áfram. Baráttukveðjur bestar,
Magnús Þór Hafsteinsson, 4.10.2007 kl. 23:33
Mér líst vel á þetta.
Sigurður Þórðarson, 4.10.2007 kl. 23:36
Frábært Gunnar Skúli, innilega til hamingju.
Tek undir orð Magnúsar að sameinuð getum við sannarlega lyft Grettistaki og við höfum margsýnt það og sannað að við ausum bátinn við ágjöf þegar þess er þörf og eflum krafta til verka.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2007 kl. 01:34
Til hamingju með kjörið Gunni.
Sigurjón Þórðarson, 5.10.2007 kl. 09:20
Til hamingju ,og nú er að láta verkin tala og virkja fólk
Rannveig H, 5.10.2007 kl. 14:04
Ég þakka kærlega fyrir hamingjuóskirnar gott fólk. Rannveig, ástæðan fyrir því að ég gef kost á mér er sú að ég ætla að vinna. Ég tók þessa ákvörðun í kosningabarátunni síðastliðið vor. Fannst eins og mörgum öðrum að allt of margir flokksmenn sætu hjá og allt of fáir drægju hlassið. Að ég gef kost á mér er sú að ég hef trú á FF. Því ætla ég að vinna í tvennum skilningi, að vinna baki brotnu og að vinna kosningar.
Atburðir síðustu daga innan Orkuveitu Reykjavíkur segja okkur að oft var þörf en nú er nauðsyn að efla FF.
Gunnar Skúli Ármannsson, 5.10.2007 kl. 20:26
Styð þig heilshugar
Rannveig H, 5.10.2007 kl. 22:05
Til hamingju með krefjandi og metnaðarfullt verkefni. Fyrstu skrefin tel ég að þurfi að verða þau að báðar fylkingarnar- norður- suður, hittist sem fyrst á sameiginlegum fundi og leggi drög að samstarfi á breiðum grunni. Þarna er heilmikil orka sem nú þarf að virkja til góðra verka.
Árni Gunnarsson, 6.10.2007 kl. 01:00
Til Hamingju. Ég treysti á þig.
Halla Rut , 6.10.2007 kl. 01:28
'Arni! góð hugmynd og gaman ef hún kæmist í framkvæmd sem fyrst.
Rannveig H, 6.10.2007 kl. 08:27
Góð hugmynd Árni, munum vinna að því að koma slíkum fundi á.
Gunnar Skúli Ármannsson, 6.10.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.