Raunasaga litla hásetans.

Það er að renna upp fyrir mér að ég hefði betur haldið mig í lúkarnum. Spáin var ekki slæm og ég forvitinn að gá til veðurs. Því tók ég þá ákvörðun að fara upp á dekk. Auk þess nýliði og fullur áhuga á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá mér reyndari mönnum. Eitthvað hef ég mistúlkað veðurútlitið. Sú blíða sem ég gerði mér vonir um á dekkinu hef ég ekki fundið fyrir. Tel mig þó einn af áhöfninni. Get ekki sagt að ég hafi verið kjöldreginn enn þá en má sjálfsagt eiga von á því. Bátsmaðurinn sagði mér að fara í lúkarinn strax aftur og vera ekki með þetta upphlaup. "Sjáðu til góurinn, á stíminu blundum við, þegar við köstum þá færðu kannski að taka í" sagði bátsmaðurinn.

Ég virðist ekki "fitta inn í" móralinn á þessum bát. Gerði greinilega enga stormandi lukku upp á dekkinu. Virðist sem góður vilji og áhugi sé ekki nægjanlegt til að skapa sér vinsældir á bátnum.

Mun sjálfsagt afskrá mig í næstu höfn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nei sjómannslífið er ekkert grín  ;)

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.9.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband